31.12.2010 | 15:33
Illugagatan fyrir 1970
Myndin er tekin við Illugagötu þegar húsin þar eru í byggingu. Vinstra megin á myndinni má sjá húsið sem Addý Guðjóns og Hallgrímur bjuggu í og til hægri er Hús Gústa Ellabergs og Hauk Guðjónssonar í Byggingu. Myndin er tekin á móts við húsið sem við Kolla áttum heima þegar við bjuggum í Eyjum eða við illugagötu 38. á myndinni er Björg Sigurjónsdóttir sem heldur á Ingibergi og Björg Halldórsdóttir með töskuna.
Ótrúlega skemmtileg mynd sem Ingibergur Óskarsson lánaði mér.
Athugasemdir
þarna eru Björg Sigurjóns og Björg Halldórs með mér
við erum sennilega að koma frá því að skoða húsið hans Sigurjóns bróðir
ætli þessi mynd sé ekki tekin 1967
en hvaða ár ætli þessir rafmagnsstaurar hafi verið teknir úr umferð?
mér finnst einnig skrítið að Illugagatan skuli vera lokuð hugsanlega
verið að leggja rafmagn til Bedda en þó óeðlilega mikill gróður í haugnum
en menn voru svo sem ekki mikið að stressa sig fyrir gos
einnig ef maður stækkar myndina þá sér maður að það hefur verið mikið farið upp á Hánna
kominn mjög sýnilegur "kindastígur"
ingibergur óskarsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 13:30
Heill og sæll Ingibergur og takk fyrir þessa athugasemd, Ég held að þessi mynd gafi verið tekin áður en við peyjarnir fórum að byggja þarna. Ég man allavega ekkieftir þessu hafti á illugagötuni þega ég var að byggja þarna. Það voru loftlínur í húsin okkar fyrstu árin. E#n þessi mynd gæti alveg verið frá 1967 eins og þú segur eða um það leiti. Gaman að skoða þessa mynd sem er yfir 40 ára gömul.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.1.2011 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.