11.12.2010 | 14:55
Töfrar steinsins eftir Hafstein Stefánsson
Sumar bækur eru oftar og lengur á náttborðinu hjá manni, svo er með ljóðabækur Hafsteins Stefánssonar: Töfrar steinsins og Leyndarmál steinsins. Alltaf jafn gaman að grípa þær og lesa ljóðin hans Hafsteins. Eftirfarandi er úr Töfrar Steinsins.
Vinur í raunÞegar kólgu þokan grá
þekur hlíðar, vötn og rinda,
finnur maður stundum strá
sem stendur af sér alla vinda.
Systurskip þjóðarskútunnar
Það vænkaðist á Vestmannaeyjarútunni
og virðulegt er snið á nýju skutunni
sem byggð var eftir teygjanlegum teikningum
og talnasúpu úr himinháum reikningum.
Menn reyndu þarna glæsilegan bárublakk
með brú sem minnti á nýinnfluttann Kadilakk.
En fyrir því menn fá nú sjaldan tryggingu
að ferðast megi langt á yfirbyggingu.
Víst má telja að vonlaust sé að rugg onum
ef verkfræðingar koma út báðum uggunum.
Oft hann kemst í annarlegar stellingar
ef hann fleytir verulegar kellingar.
Virðast ekki fara vel með fleytuna
fimm vindstig, sem stundum ýfa bleytuna.
Sannalega sjá menn eftir efninu,
svo má ekki gleyma perustefninu.
Hafsteinn Stefánsson
Athugasemdir
Falleg ljóð en afar meinlegar innsláttarvillur víða.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 16:15
Heill og sæll Jón Steinar og takk fyrir innlitið og athugasemd. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ athugasemdir um leiðréttingu. Þú segir að það séu meinlegar athugasemdir víða. Ég hef nú farið yfir þetta aftur og fann tvær villur sem ég hef nú leiðrétt, þetta er því nú eins og þetta stendur skrifað í ljóðabókinni. Ég breyti ekki stafsetningu eða orðum í ljóðunum, læt þau standa eins og þau eru skrifuð í bókinni. Eins og t.d. rinda sem kannski er villa í bókinni og ætti að vera tinda.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.12.2010 kl. 17:01
Sæll vertu þetta orð "rinda" er klárlega rétt þarna er átt við hól aða jafnvel fjalls toppa Ási í Bæ notar þetta í textanum í laginu Heimahöfn,þar segir hann"Svo göngum við um rinda og reit,þar rekja sporin liðna tíð" kv þs
þs (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 18:41
Heill og sæll Þórarinn og þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd, ég er mikið búinn að hugsa um þetta. 'Eg kannaðist ekki við þetta orð "rinda" en skrifa þetta auðvitað eins og þaðer í bókinni.
Þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.12.2010 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.