5.12.2010 | 21:19
Vetrarvertíðin 1973
Úr dagbókinni minni
vetrarvertíðina 1973, ekki beint bjartsýni á framtíðina.
Mín fengsælu hagstæðu heimamið,
horfa til þurðar í ár
ofsóknin hefur ei gefið þeim grið
hver greinir um þeirra sár.
Því netin og trollið þau vinna sín verk,
og váleg er framtíðarsjón,
ef eyðingarvöldin svo voldug og sterk
vinna hér átthagatjón.
Hvert sjáum við ekki það örlagastríð
ef ördeyðan neitar um brauð,
já, verður ei féleysi og fátækt hjá lýð,
og framtíðin hamingjusnauð.
Þessi mynd er tekin á vertíðinni 1973. Á myndinni er skipsfélafarnir Björn, Eiður og Sigmar Þór.
Athugasemdir
Sæll Sigmar.
Þetta er nú fyrir það fyrsta snilldarkveðskapur, en í öðru lagi afskaplega framsýn hugleiðing um bráðnauðsynlega umhugsun á hverjum tíma, þá og nú.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.12.2010 kl. 02:04
Heil og sæl Guðrún María takk fyrir innlitið, já kannski voru sjómenn einum og svartsýnir á þessum tíma. Alla vega er nú fullt af fiski til sem má ekki veiða að sögn sjómanna.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.12.2010 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.