Gott veður í Reykjavík í dag

IMG_6226IMG_6223

 Í dag fór ég minn vikulega bryggjurúnt um bryggjur í Hafarfirði og Reykjavik, það var frekar rólegt yfir öllu en fallegt veður. Á fyrstu myndunum er varðskipið Týr í slipp  og síðan má sjá tólistarhúsið Hörpu, farþegaskip, Hafrannsóknarskip, varðskipið Ægir og Sæbjörgu skip Slysavarnarskóla sjómanna.

IMG_6231IMG_6222

Aðalbjargirnar RE  voru á sínum stað fyrir neðan Kaffivagnin, alltaf jafn flottar og vel við haldið, þá eru hér smábátabryggjurnar fullar af skemmtibátum og fiskibátum.

IMG_6232IMG_6229

Ég enda oftast þessar bryggjuferðir á því að fara út á Seltjarnarnes og skoða Gróttuvita, en þar var í dag mikið af fólki að spóka sig í góða veðrinu.

IMG_6228

 Að sjálfsögðu kíkir maður allaf eftir öryggisbúnaði við höfnina, verð ég að segja eins og er að Faxaflóahafnir eru alveg til fyrirmyndar hvað varðar öryggisbúnað hafna.

Hafnir eiga samkvæmt reglum að vera búnar vissum öryggisbúnaði, svo sem haka, bjarghring, Björgvinsbelti eða Markúsarneti, stigum með ljósi og fl.

Eitt þurfa hafnir ekki að vera með sem þó mætti kalla nauðsynlegan öryggisbúnað, en það er björgunarbelti. þrátt fyrir að þetta sé ekki í reglum hafa þónokkuð margar hafnir, komið fyrir kössum með björgunarbeltum af ýmsum stærðum sem börn og fullorðnir geta tekið og verið í meðan dvalið er við veiðar á bryggunni. Þetta er að mínum dómi til fyrirmyndar og þess vegna tók ég þessar myndir af þessu skilti sem er við hafnarvogina á Grandagarði rétt við Kaffivagninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband