3.12.2010 | 18:16
Þórunn Sveinsdóttir búin að fá bláa litinn
Nýsmíði ÓS ehf.
Þórunn Sveinsdóttir hefur nú fengið bláa litinn. Búið er að sandblása skipið og það er hér verið að mála það.
Þetta er fallegt skip og vonandi kemur það til heimahafnar fyrir jólin.
Myndirnar Tók Sigurjón Óskarsson og fékk ég leyfi hans til að setja þær hér á síðuna mína.
Á bloggsíðu ÓS ehf skrifa þeir Sigurjón og Gýlfi:eftirfarandi:
"Fórum svo til Hirtshals að líta um borð, þar er allt á fullu,búið að sprauta
vélarúmið eina yfirferð með grunn. Verið að mála gólf á vélaverkstæði.
Báturinn á að fara út úr húsi seinni partinn á Sunnudag, hann verður í Hirtshals
fram á mánudagskvöld í smá handavinnu í málningu".
Hér er Gylfi Sigurjónsson kuldalegur kallinn, enda mjög kallt í Danmörku þessa dagana.
Athugasemdir
Þetta verður glæsilegt skip fullbúið og klárt til veiða,ég skoðaði teikningarnar af þessu skipi og mér fannst það flott að setja flestar klefana upp fyrir ofan trolldekk,það ætti að minnka hávaðan frá grandarakeðjunum þegar þær koma skröltandi inn á dekkið og t,d Bylgjunni þá vaknaði maður alltaf við það skrölt.
En aðbúnaðurinn um borð verður til fyrirmyndar og öllu vel fyrirkomið,enda er þetta lítill heimur og sambúðinn um borð náin.
Ég vona bara að gæfan fylgi þessari Þórunn Sveinsdóttur líkt og fyrirrennurum hennar.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 3.12.2010 kl. 19:50
Gaman að fylgjast með þeim, þessi síða er flott hjá þér Simmi
Ólafur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 20:49
Heilir og sælir Laugi og Óli og takk fyrir innlitið. Já þetta er flott skip og gaman að fylgjast með smíði þess. Ég var í Danmörku í júli s.l. og fór þá þarna um borð, en þá var ekki farið að innrétta skipið að innan, aðeins járnavinnu lokið að mestu. Þá hugsaði maður með sér að það væri kraftaverk ef þetta yrði klárað á 5 mánuðum, en þetta er allt á réttri leið þó það sé aðeins á eftir áætlun. Stefnt er að því að skipið koma heim fyrir jól og vonandi stenst það. Ég tek undir með þér Laugi að vonandi fylgi gæfa þessu skipi eins og fyrirrennurum hennar, sem hafa svo sannarlega fylgt gæfa og velgengni. Óli þú varst nú um tíma á fyrstu Þórunni Sveinsdóttur VE 401.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.12.2010 kl. 12:20
Var þar í níu vertíðar einhver besti vinnustaður sem ég hef verið á.
Ólafur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.