19.11.2010 | 23:03
Ingólfsbotn í herpinót Gísla Árna
Ingólfur Theódórsson netagerðarmeistari betrumbætti herpinótina og setti í hana nýjan botn. Sigmund sá þetta öðrum augum en margur annar eins og sjá má á þessari mynd hans.
Ingólfur Teódórsson lést 14. mars 1988 á 76. aldursári, Hann var einn virtasti netagerðarmaður landsins.
Ingólfur rak til marga ára og áratugi netagerðina Ingólf í Vestmannaeyjum. Hann var einn af þessum mönnum sem settu svip sinn á bæinn og er mér eftirminnilegur.
Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunar 1983 fyrir störf sín í þágu sjávarútvegsins og var kjörinn heiðursfélagi Landsambands Veiðafæragerða 1985. Þar sem hann vann ötuglega að málefnum netageramanna.
Ingólfur Theódórsson netagerðarmeistari
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.