Þórunn Sveinsdóttir í Skagen

Þórunn Sveinsdóttir veðlaunamynd 2

 

 Það getur verið stillt veður í danaveldi, fallegar myndir af skipinu.

Myndirnar sendi mér Sigurjón Óskarsson útgerðarmaður og eigandi skipsins

 

 

 

 

 

 

 Þetta eru flottar myndir af nýju Þórunni Sveinsdóotir sem er í smíðum í Danmörku nánar tiltekið í Skagen. Skipið verður líklega komið til Vestmannaeyja fyrir Jól.

Þórunn Sveinsdóttir veðlaunamynd 3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 11:44

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Ég kíki inn á heimasíðuna hjá þeim daglega,en þeir Sigrjón og Matti Sveins uppfæra hana daglega,nýjar myndir af smíðinni og maður getur fylgst með fra degi til dags hvernig miðar.

Þetta verður glæsilegt skip að utan og innan og ætti ekki að væsa um áhöfnina í vinnu eða frívakt,nú verður spennandi að frétta hvernig það reynist á veiðum og í veðrum og vonandi fylgir gæfa fyrri skipa með þessu nafni,þessu skipi líka.

En það er ekkert smámál að hafa eftirlit með smíði á svona skipi og ansi mörg smáatriði sem þarf að pæla í og leysa á staðnum, og það væri gaman að vita t.d. hversu mikil lengdin er á rafmagns og tölvuköplum,sem farið hafa í lagnirnar ásamt öllum vökvalögnum,bara lensi,sjó og kælilagnirnar í vélarúmmi,það hafa farið ófáar stundirnar í að rýna í teikningar og lagnir og glöggva sig á hvað mættur betur fara,þegar ég var í vélskólanum og prufaði tölvuhermirinn fyrir vélarúmmið í fyrsta sinn,þá tók það mig 5 min að leggja dallin á hliðina og kennarinn hló mikið að mistökunum.

Kv Laugi 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 17.11.2010 kl. 13:16

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, flottar myndir hjá honum Sigurjóni, mig langar að upplýsa Sigurlaug um tölvukapla, en þeir eru ekki mikið notaðir í dag, það er orðið svo mikið þráðlaust, en hinsvegar veit ég ekki hvernig það í henni Þórunni Sveinsdóttir VE.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 16:57

4 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sælir félagar,Ég setti þetta fram vegna myndanna af lögnum í brú og vél og þar er mikið notað af tölvuköplum,þó svo að svokallaðir ljósleiðarar eru að ryðja sér til rúms í lögnum í skipum og ég veit til þess að fyrrverandi starfsmenn Línu.net og Mílu hafa farið erlendis í einstök verkefni,sérlega í skemmtiferðaskipum sem eru í smíðum.

En í landi hafa routerar og þráðlaus samskipti verið að taka yfir,en eru ekki eins örugg í skipum þar sem stál og aðrir málmar og rafsvið trufla frekar þráðlaus samskipti.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 17.11.2010 kl. 19:29

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 20:26

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl öll sömul og takk fyrir innlitið, Já þetta verður flott skip og það verður gaman að skoða það þegar það kemur til landsins. Já Laugi ég hef líka fylgst með síðuni hjá Matta og Sigurjóni þar sem kemur fram að þetta gengur allt mjög vel. Ég hætti mér nú ekki út í uræðu um tölvukapla, leiðara og aðrar leiðslur, veit bara að þær eru margir kílometrar.

Enn og aftur takk fyrir innlit og athugasemdir.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.11.2010 kl. 22:17

7 identicon

Sæl hver er adressan á síðuni hjá Sigurjóni

Stefán.Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 10:19

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Stefán það er : os-ehf-illugata44.blog.is

Helgi Þór Gunnarsson, 21.11.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband