Skip og sólsetur við Smáeyjar, myndir Heiðars Egilssonar

Heiðar ný mynd 11

 Þetta er skemmtileg mynd frá Heiðari þar sem Kap VE og Hafursey VE eru með ungana sína sér við hlið, það mætti halda að það væri alltaf blíða í Eyjum  þar sem flestar myndirnar hans Heiðars eru teknar í rjómablíðu 

Heiðar ný mynd 9

 

Það er fallegt í Vestmannaeyjum þegar sólin sest á vesturhimni, þarna er hún að setjast við Smáeyjar í himinssins blíðu, en það er ekki alltaf svona gott veður í Eyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú átt heiður skilinn fyrir það hve duglegur þú ert að setja fallegar myndir inn á bloggið þitt.  Kynning þín á Vestmannaeyjum og mannlífinu þar aðallega á fyrri tíð er gersemi og ómetanleg heimild, sem örugglega er betur metin en þú kannski gerir þér grein fyrir.

Jóhann Elíasson, 31.10.2010 kl. 12:09

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur og takk fyrir þessa góðu athugasemd um bloggið mitt, það er alltaf gott Jóhann að fá svona jákvæða umsögn um það sem maður er að gera, þó maður sé ekki alltaf viss um að maður eigi það allt skilið. Ég hef nú búið hér í Kópavogi í 12 ár en einhvern veginn er hugurinn mjög oft í Eyjum þar sem maður er fæddur og bjó í  yfir 50 ár. Það er líka skemmtilegt að rifja upp gamla tímann og halda á lofti minningu um menn og málefni.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.10.2010 kl. 12:31

3 Smámynd: Björn Jónsson

Sæll Simmi.

Ég get tekið undir hvert orð Jóhanns. Sem Eyjamaður eru bloggin þín með myndum eins og sælgæti fyrir krakka. Því miður er ekki það sama í dag að skreppa niðrá bryggjur og var áður fyrr, og á það ekki bara við um Vestmannaeyjar

Þessvegna Sigmar, eru bloggin þín með myndum úr Eyjum svo mikil andleg næring fyrir marga.

Björn Jónsson, 31.10.2010 kl. 12:50

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Björn og takk fyrir góð orð um bloggið mitt, ég kann ekki almennilega að svara svona athugasemdum. Tek undir með þér, að  bryggjurúnturinn er ekki alveg eins skemmtilegur og áður þegar maður gat keyrt óáréittur um allar bryggjur þar sem tugir báta voru að landa eða gera klárt. Samt er það svo að ég fer bryggjurúnt í hverri viku um helgar og alltaf sér maður eitthvað nýtt, eða hittir einhvern sem gaman er að tala við um eitthvað sem oftast tengist sjómennsku . Þetta er nú samt svolítið mikið öðru vísi að vera hér á Reykjavíkursvæðinu heldur en heima í Eyjum.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.10.2010 kl. 16:50

5 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar.

Ég vil taka undir með strákunum hér að ofan,ég kíki inn á síðuna þína daglega og næri eyjasálina á endurminningum,við Eyjamaenn eigum það sameiginlegt að mannlífið og eyjarnar eru samofnar sálu og lífi um aldur og ævi og eyjarnar fyrir gos,í gosinu og eftir gos ein samofin heild minninga um mikla vinnu,strákapara,uppátækjum af öllu tagi,órofa samstöðu í erfiðleikum og hættum og samhug er válegir atburðir gerast til sjós eða lands.hafðu þökk.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 2.11.2010 kl. 17:11

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigurlaugur og takk fyrir þessa athugasemd. Þú kannt að koma orðum að þessu, það er nefnilega hárrétt hjá þér að það eru ótrúlega sterk bönd sem tengja mann við Eyjarnar og fólkið sem þar býr og hefur búið. Þetta finnur maður einhvernvegin betur þegar maður flytur frá Eyjum. Þú lýsir þessu vel í þessari athugasemd hér að ofan, það er ekki hægt að gera betur.

Takk fyrir þetta.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband