Blátindur VE að degi og að kveldi

Heiðar ný mynd 4

 Blátindur VE má muna sinn fífil fegri, mikið væri gaman ef þessum báti væri sýndur meiri sómi.

Myndirnar tók Heiðar Egils af Blátindi við Bæjarbrygguna og smábátahöfnin er í baksýn.

Heiðar ný mynd 12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Afskaplega fallegar myndir.

Innilega sammála þér með Blátind, þessi gamli höfðingi á meiri heiður skilinn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.10.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrun Maria og takk fyrir innlitið. Já hann er klókur með myndavélina hann Heiðar, algjör listaverk.

Já það er sorglegt að Blátindur sé að grotna þarna niður

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.10.2010 kl. 23:46

3 identicon

Hvar er Elliði sem segir að bæjarsjóður standi svo vel??  Hann verður nú að bretta upp ermar og viðhalda Blátindi.  Einnig er skömm að sjá gömlu Gullborgina hans Binna heitins í Gröf grotna niður hér í Reykjavíkurhöfn.

En þessar myndir hans Heiðars eru meiriháttar.

kv. Valur

Valur St. (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 11:23

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, flottar myndir hjá Heiðari Egils.

Svo þetta með virðinguna við gamla báta, þá er bara eitt að segja: margt er skrýtið í kýrhausnum, þegar kemur að stjórnsýslu.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 11:32

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir, Valur og Helgi og takk fyrir þessar athugasemdir við þetta blogg mitt.  Ég held að þó Elliði bæjarstjóri sé hin vænsti maður þá sé hans áhugasvið ekki bundið við varðveislu gamalla skipa eða neinu því tengdu. Því miður hefur áhugi á þessum málum ekki náð eyrum þeirra sem ráða yfir fjármagni bæjarsjóðs Vestmannaeyja, það fer í annað og mest af því í sama málaflokkinn. Það var grátlegt að eyðileggja dýpkunarskipið Vestmannaey sem var vel á sig komið og auðvelt að halda því við.

Við eigum samt góða einstaklinga sem hafa sýnt áhuga og eiga heiður skilið fyrir að safna saman mörgum af þeim tækjum og tólum sem tengjast sjómannastéttinni, má þar nefrna Þórð Rafn Sigurðsson skipstjóra og útgerðarmann, hann hefur komið upp frábæru safni sem á eftir að nýtast í framtíðinni.

En strákar það var Blátindur sem var til umræðu, það væri gaman að gera hann upp og setja í hann fyrstu Sigmundsgálgana, gamlan gúmmíbát í kassa upp á stýrishúsi, fyrsta öryggið á netaspil, gamla talstöð, fyrsta björgvinsbeltið svo ég nefni nú eitthvað sem Eyjamenn hafa haft forustu um á síðustu árum.

Kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.10.2010 kl. 15:23

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þar er ég svo sannarlega sammála þér, þetta er nánast heilagur sannleikur sem þú skrifar hér að ofan.

kæe kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband