24.10.2010 | 00:18
Um borð í Leó VE 400
Óskar Matthíasson skipstjóri og útgerðarmaður og kona hans Þóra Sigurjónsdóttir um borð í Leó VE.
Þarna er auðsjáanlega síldaruppstilling á dekkinu.
Myndin er tekin í Friðarhöfn fyrir gos.
Á myndinni er Ingibergur Óskarsson, vantar nafn á þessum í miðið og Óskar Matthíasson.
Skipið er fyrsta Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sem byggð var í Stálvík og kom fyrst til Eyja 1971.
Athugasemdir
Sæll Sigmar, góðar myndir og skýrar. Er Leó utaná Þórunni á neðri myndinni?
Gaman á sjá Þóru, ég hitti hana reglulega í afmælum hjá Sigurjóni og Sigurlaugu, hún Þóra er ennþá eins hress og á þessari mynd.
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 14:10
Heill og sæll Helgi, ég hef einmitt verið að reyna að finna út hvort þetta er Leó utaná Þórunni. Leó var með trégluggum framan á stýrishúsinu en bátar sem komu seinna voru með álgluggum. Mér sýnist þessi bátur vera með álglugga en er ekki viss. Nú vantar okkur bátasérfræðingana til að meta þetta eins og vini mína Tryggva og Torfa.
Já Þóra og Óskar eru flott og hress þarna á myndinni. Tek undir það að þóra er enþá hress og alltaf jafn gaman að spjalla við hana, við erum stundum í símasambandi.
Kær kveðja ú Kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.10.2010 kl. 17:56
Sæll Simmi.
Þetta er allavega 100 tonna austur-þýskur sem liggur utan á Þórunni.
Valur St. (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 18:53
Þetta er ekki Leó það sést á radarskannernum. Þeir bátar 100 tonna, sem komu fyrstir voru með stærri skanner ( DEKKA ) er það ekki rétt munað hjá mér ?
Kv. Leifur í Gerði
Leifur Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 14:33
Sæll vertu þetta er rétt hjá Leif austurþysku bátarnir sem komu fyrstir voru með stærri scannerblað,ég gæti trúað að þetta væri Blátindur sé það á hvítu kúlunni sem ber í bassaskýlið og voru bara tveir sem voru með miðunarstöðvar loftnetið niðri á brúarþaki hinir voru með það í miðju afturmastri kv þs
þs (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 06:40
Heilir og sælir Peyjar og takk fyrir innlitið og athugasemdir, það er alltaf skemmtilegt að fá upplýsinar um myndir. Já ég er sammála að þetta er öruglega ekki Leó, en ég get ekki betur séð en scannerinn á radarnum sé stór en snýr þannig að það sést ekki vel.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.10.2010 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.