20.10.2010 | 21:41
Björgunarbúningar eru meira en 135 ára uppfinning
Þegar nýung kemur fram á sjónarsviðið er menn oft snöggir að álykta um að spánýja uppgötvun sé að ræða. Í 135 ára gömlu blaði sem kom út í London 13. mars 1875, má lesa um nýjan björgunarbúning ótrúlega líkan þeim búningi sem Siglingamálastofnun ríkisins keypti og gerði prófanir á í Reykjavíkurhöfn haustið 1976. Þetta er myndskreytt grein (teiknaðar myndir) sem ber yfirskriftina Sigling Boytons skipstjóra frá Wesmister til Greenwich. Björgunarbúningur Boytons skipstjóra.
Hjálmar R. Bárðarsson þýddi greinina og birti í blaðinu Siglingamál, ég skrifa þennan texsta svo til orðrétt eftir honum en breyti ártölum þar sem greinin er þýdd árið 1977.
Textinn er svöhljóðandi: ,, Við gátum fyrst um Paul Boytons skipstjóra frá New Jersey í október á síðasta ári (1875) þegar hann stökk fyrir borð á amiríska gufuskipinu og eftir að hafa verið í sjónum í 7 klst. og rekið nokkrar mílur meðfram írsku ströndinni, loks náði hann landi þurr og hress í Trefaska bugtinni.
Búningurinn sem hann var í hefur oftast verið tengdur hans nafni, en í raun er búningurinn uppfinning herra C. S. Merriman frá Nef Yrk. Hlutverka Boytons skipsjóra var að kynna þennan björgunarbúning í Evrópu-löndum.
Síðan hann kom frá Ameríku hefur hann sýnt þennan búning við ýmis tækifæri. Nú síðastliðinn laugardag flaut hann í búningnum niður Thams ánna frá Wesmister til Greenwich. Með honum í þessari ferð voru tveir aðrir menn í búningum sömu gerðar, og var annar þeirra læknir. Þeir félagar lögðu upp frá Wesmister brúnni klukkan hálf þrjú eftir hádegi. Gufubátur fylgdi þeim eftir niður eftir Thams ánna, þéttsetinn gestum, og fjöldi fólks fylgdist með þessari siglingu frá bökkum fljótsins, og frá miklum fjölda smábáta.
Þessi Boyton björgunarbúningur er gerður úr gúmmíefni, og í honum eru fimm uppblásanleg lofthólf nægjanlega stór til að fleyta manninum. Aðeins andlitið er óvarið. Í þessari ferð dró Boyton skipstjóri uppblásinn Gúmmífleka og blikkhylki. Í því hafði hann með sér neyðarflugelda, verkfæri, matvæli, vindla o.f.l. Hver þeirra þremenninga var á öðrum fæti með festingar fyrir fánastöng og á stöng Boyton var bandaríski fáninn. En félagar hans höfðu breskan og írskan fána á sínum stöngum.
Fljótandi niður Thames skaut Boyton skipstjóri við og við upp flugeldum. Straumurinn bar þá niður fljótið, en þeir voru líka búnir kajakáraspöðum, þannig að þeir gátu róið sjálfum sér. Á leiðinni fengu þeir sér hádegisverð á floti og notuðu gúmmíflekann sem borð. Að lokinni máltíð kveiktu þeir sér í vindli. Þeir komu til Greenwich korter fyrir fimm, og voru þannig tvær klukkustundir og fimm mínútur að fara 7 mílna leið. En þetta var enginn kappróður og oft var stoppað um stund á leiðinni. Þeim félögum leið vel þegar þeir stigu á land, og læknirinn hafði mælt líkamshita sinn undir tungunni við upphaf ferðar og í ferðalok, og taldi hann líkamshitann eðlilegan alla ferðina.
Of langt mál er að skrifa hér upp alla þessa grein sem Hjálmar þýddi en seinna sama ár var efnt til róðrakeppni á Thames ánni þar sem allir voru búnir þessum björgunarbúningum.
Hjálmar endar endar þýðingu sína á þessum orðum :
,, Næasta stórfrétt af Boytons björgunarbúnaðinum birtist síðan í sama Lundunarblaðinu 17. apríl 1875 . þá segir frá því er Boyton gerir tilraun til að sigla yfir Ermasund þann 10. apríl 1875. Honum mistókst reyndar sú tilraun, en þó segir í grein blaðsins ,, var sú uppgjöf glæsilegri en nokkur sigur hefði getað orðið. Hann hafði því verið í sjónum í 15 klukkustundir, komist 50 mílna leið, og var þá aðeins 6 mílur frá frönsku ströndinni.
Þeir hafa sannarlega verið hugvitsamir fyrir 135 árum.
Það er oft gaman að glugga í gömlum blöðum þar sem leynist skemmtilegur fróðleikur, þessi grein frá 1875 er gott innlegg í umræðuna um björgunarbúninga.
Það getur oft tekið langan tíma að fá menn til að viðurkenna björgunarbúnað þó hann sé augljóslega góður og mikið framfaraspor. Má þar nefna sem dæmi : Gúmmíbátana, öryggið við línuspil, losunar og sjósetningarbúnaðinn og margt fl.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Sigmar, já þetta er alveg furðulegt hvað kerfið, ekki bara hér á landi, er lengi að taka við sér gagnvart nýjungum sem virka vel, enda lagði ég loforð á Árna Jonsen 1983, upp á að ég skyldi alltaf styðja hann til þings, bara ef hann sæi um að koma Sigmundsgálganum í lög, ég vill meina að við báðir höfum staðið við gefin loforð.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 11:12
Heill og sæll Helgi, já það getur tekið langan tíma að berjast fyrir þeim búnaði sem bætt getur öryggi sjómanna, það höfum við Eyjamenn marg reynt á undanförnum 100 árum.
Ég vil svo benda þér á að þó vinur minn Árni Johnsen hafi verið duglegur við að berjast fyrir lögleiðingu Sigmundsgálgans, þá var það ekki hann einn sem hafði það í gegn, það var barátta mjög margra manna, það tók 11 ár að fá viðurkenninguna endanlega í gegn, enda verið að kljáðst við LÍÚ sem ræður meiru en margur heldur. Það skal tekið fram að útgerðarmenn í Vestmannaeyjum og reyndar víða stóðu harðir með sjómönnum þegar verið var að berjast fyrir þessum búnaði. Þessi saga verður skrifuð í heild sinni.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.10.2010 kl. 20:24
Sæll sigmar, já ég tók bara sem dæmi, ég hefði á að segja "að öðrum ólöstuðum"
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.