Stökur eftir Jónas Friđgeir.

Stökur eftir Jónas Friđgeir.

sjómannadagur beitning

 Vertíđar lok. 

Ţađ er bágt ađ borgast hér

međ bláan seđiltetur,

ţađ er allt, sem eftir er

af hýrunni í vetur

 

 Hann var tregur í trolliđ 

Skipstjórinn er skaufalegur

skömm er ţetta fiskirí,

ţorskurinn mér ţikir tregur

ţađ er nćstum ekkert í.

 

  Viđ beitningu. 

Krókur hér og krókur ţar,

krókar eru alls stađar,

alltof lengi lóđirnar

liggja hérna óbeittar.

 

  Landlega. 

Ég stari suđur heiđar,

stari bara og bíđ.

Ţađ er slćmt ađ stunda veiđar

í stormasamri tíđ.

 

  Hugsađ viđ beitningu. 

Ađ berjast áfram bótalaust

standa í skúrnum sleitulaust

býsna lélegt er,

og stara í gaupnir sér.

 

 Brotin flaska. 

Í vondu skapi víst ég er

vöknar mér um trýniđ

veit ég nú ađ vitiđ fer

vel međ brennivíniđ.

 

  Tekiđ úr Sjómannablađinu Víkingur  frá 1971

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband