Ísing getur verið hættuleg skipum

Guðrún Guðleifs ÍS, ísing  1Guðrún Guðleifs ÍS, ísing 2

Myndirnar  sem fylgja þessu bloggi fékk ég hjá Kristjáni Einarssyni á Flateyri og eru þær teknar um borð í Guðrúnu Guðleifsdóttir Ís 102. Skipið er að koma af Vestfjarðarmiðum og siglir þarna inn Ísafjarðardjúp mikið ísað eins og sjá má. Guðrún Guðleifsdóttir var þarna á línuveiðum þar sem línan var beitt um borð. Myndir Kristjáns eru teknar veturinn 1968. En þær sýna vel hvað mikil ísing getur hlaðist á skip.  Alltaf má búast við ísingu þegar vetur gengur í garð. Eftirfarandi er tekið úr grein er nefnist Ísing skípa eftir Hjálmar R. Bárðarsson fyrverandi siglingamálastjóra:

 "ísing skipa er vel þekkt fyrirbæri hér við land, eins og á öðrum norðlægum hafsvæðum. Ísing er það almennt nefnt, þegar ís hleðst á fasta hluti, t.d. á flugvélar, skip, rafmagslínur, loftnet eða mælitæki.Algengasta ástæða ísingar skipa er þegar ágjöf og særok frýs á yfirbyggingum og á möstrum og reiðaskipanna. Til er önnur gerð ísingar skipa, þegar andirkæld frostþoka eða regn frýs og myndar þá ósalt hrím á skipunum. Þetta getur að sjálfsögðu einnig verið skipum hættulegt, en er algengast á heimskautasvæðunum, og kemur hér lítt við sögu og verður því ekki rætt nánar. Hætta sú, sem skipum er búin af ísingu, er að sjálfsögðu fyrst og fremst sú, að vegna mikillar yfirþyngdar ísingarinnar á skipin færist þyngdarpunktur skipanna ofar, þannig að þyngdarstöðugleiki þeirra minnkar, en um leið hlaðast skipin dýpra í sjó og þá rýrnar samtímis formstöðugleiki skipanna. Stöðugleikinn minnkar þannig mjög fljótt, þegar ís hleðst á skip, og er því mjög hætt við að hvolfa snögglega.  Vitað er um fjöldamörg sjóslys, sem orðið hafa beinlínis vegna ísingar skipanna, en ennþá fleiri eru jafnvel þau sjóslys, þar sem sterkar líkur eru fyrir að ísing hafi verið meginorsök slyss, þótt enginn hafi verið til frásagnar".

Guðrún Guðleifs ÍS, ísing  3Guðrún Guðleifs ÍS, ísing 4

 

 Ég vil þakka Kristjáni Einarsyni kærlega fyrir að leyfa mér að birta þessar myndir sem hann tók um borð í Guðrúnu Guðleifsdóttir ÍS 102.

Á myndini sét til vinstri Bolafjall og líklega svokölluð Ófæra.

Guðrún Guðleifs ÍS, ísing 7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þetta er mjög merkilegar myndir hjá þér, frá honum Kristjáni vini þínum.

En Sigmar, hefur þú nokkuð velt því fyrir þér hvort veðráttan hafi breyst, ég var á sjó í 32 ár, og aldrei lenti ég í svona ísingu, og stundaði ég loðnuveiðar norður og vestur fyrir land. Bara smá pæling hjá mér Sigmar.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 09:51

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, já þetta eru merkilegar myndir og gott að minna á að þetta er alltaf möguleiki að skip lendi í ísingu. Það er held ég engin vafi á því að veðráttan hefur breyst, en ísingarhættan er alltaf fyrir hendi ef viss veðurskilyrði verða. Sjálfur lenti ég nokkrum sinnum í því að fá ísingu á báta sem ég var á þó hún hafi ekki skapað verulega hættu. 1997 minnir mig að það hafi verið sem síðast var mikil ísing hér við suðurströndina og tók ég þá margar myndir af skipum sem þá komu ísuð inn til Eyja. Sumar af þessum myndum hef ég sett inn á bloggið mitt. Minnir að það sé af Þórunni Sveinsdóttir og Ísleifi VE. Þannig að þetta getur alltaf komið þó það sé ekki eins mikið og á þessum myndum. Þarna á myndunum er ísing orðin það mikil að skipið er örugglega orðið verulega hættulegt. En tilgangurinn með þessu bloggi mínu er að minna á þessa hættu sem sjómenn mega alltaf búast við.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.10.2010 kl. 12:48

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, já ég gleymdi náttúrulega að segja að það hafi aldrei skapast hætta hjá mér og mínum skipsfélögum, við lentum í því að fá ísingu sem bráðnaði er við fylltum dallin af loðnu, gaman að það séu þó nokkrir sem vilja hafa öryggismál sjómann og alla landsmanna í lagi.

Hefur þú nokkuð heyrt af því, hvort björgunarbúnaður um borð í Herjólfi sé á leiðinni í endurnýjun?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 13:33

4 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Heiðar Matreins gerði heimildarmynd um borð í Gunnari Jónsyni VE bæði af neta,loðnu og troll veiðum og ég man eftir atriði úr þeirri mynd þar sem Gæsi lagði að ég held 3 af stað norður fyrir Langanesið en varð að snúa frá vegna ísingar sem hlóðst á skipið,og samkv minningunni þá var gilsvírinn orðin c 4-5 tommur að þykkt vegna ísingar og strákarnir stóðu í að brjóta ís á milli þess er Gæsi prufaði að komast fyrir nesið.

Eins þurftum við nokkuð oft að berja ís af Óðni er við vorum fyrir vestan veturinn 78-9,ótrúlegt hvað ísinn var fljótur að hlaðast á í smá pusi.

Kveðja Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 17.10.2010 kl. 09:03

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, það eru því miður alltof fáir sem hafa áhuga á öryggismálum sjómanna, og það er búið að þagga niður alla umræðu um öryggismál sjómanna, þetta er mín skoðun. Helgi ég veit ekki hvort umdeildur björgunarbúnaður á Herjólfi sé á leiðinni í endurnýjun.

Kær kveðja úr kópavoginum

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.10.2010 kl. 10:31

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sá Sigmar minn, þetta er bara sorgasaga, hvernig stjórnvöld og fólkið sjálft getur verið grandarlaus gagvart eigið lífi.

En þetta með Herjólf Sigmar, þá er ég mjög hræddur um að björgunnarbúnaðurinn fyrir gúmíbátanna virki ekki nógu hratt, ég var háseti þarna síðasta vetur, og voru haldnar nokkrar björgunaræfingar eins og lög gera ráð fyrir, og þeir þarna um borð viðurkenndu fyrir mér að þessi apparöt sem koma bátunum í sjóinn séu alltof seinvirk, skipið væri löngu sokkið eða farið á hliðina, þess vegna fannst mér upplagt að tala við Friðrik á Löndum um þetta. Það má ekki vera þannig að maður þorir ekki með skipinu nema væru innan við 100 mans um borð!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 10:47

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigurlaugur, Það voru flottar myndirnar sem hann Heiðar Marteinsson gerði og þær eru held ég megi fullyrða einu alvöru myndirnar sem gerðar hafa verið um starf sjómanna, ég á tvær af þessum myndum og geymi þær vel. Átt þú þesssa mynd með ísingunni við Langanes ?. 'Eg held að flestir sjómenn sem hafa stundað sjó að einhverju ráði, hafi upplifað það að fá ísingu á skipið þó það hafi kannski ekki alltaf skapað hættu. Takk fyrir þessa athugasemd þína Laugi, alltaf gott að fá svona reynslusögur við blogg af þessu tagi.

Kær kveðja  

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.10.2010 kl. 10:52

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, Það var vitað strax þegar skipið kom að þessi búnaður væri seinvirkur en hann var og er enþá viðurkendur. En vonandi verður þessi umræða til þess að þetta verði allt endurskoðað.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.10.2010 kl. 11:00

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband