Frábært að borða á 19. í Veisluturninum

IMG_6112

 Í gærkvöldi fórum við í stórveislukvöldverð á 19. í Veisluturninum.

Það er skemmst frá því að segja að hvergi höfum við fengið betri og fjölbreyttari veislumat en þarna.

Til að komast yfir að smakka á öllum þessum réttum þarf maður gefa sér góðan tíma til að borða og njóta þannig matar og þjónustunar sem er frábær þarna í Veisluturninum á 19. Þetta getur verið erfitt fyrir þá sem aldir eru upp við það að vera fljótir að borða. 

  Ekki skemmdi það að vera þarna með góðum og skemmtilegum hjónum, á myndinni eru t.f.v. Gísli Sigmarsson, Sjöfn Benónýsdóttir, Kolbrún Óskarsdóttir og undirritaður.

 

 

 

IMG_6101IMG_6102

Hér má sjá fórréttina sem voru 14 mismunandi réttir ótrúlega fjölbreyttir, og á þriðju mynd eru eftirréttirnir, þar sem voru 15 mismunandi eftirréttir, glæsilega fram bornir, gómsætir og góðir eftir því. Það er merkilegt hvað er hægt að gera marga mismunandi eftirrétti alla með sitthverju bragði og borna fram á mismunandi hátt. í margskonar glerglösum, járnskeiðum, diskum, plastskeiðim svo eithvað sé nefnt.

IMG_6107IMG_6108

 Hér má svo sjá aðalréttina sem voru ekki færri en 25 talsins allir hver öðrum betri. Þarna var nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt, kjúklingar, nokkrar tegundir af rækjum, skötuselur allt var þetta matreitt á ýmsan hátt með mörgum mismunandi sósum. Á myndinni er einn kokkurinn í Veisluturninum Gísli Auðunsson.

Það er ekki annað hægt en að mæla með þessum frábæra matsölustað þar sem maturinn er bæði mjög fjölbreyttur og góður, frábært starfsfólk og útsýni gott til allra átta. Og ekki hvað síst er þetta á mjög hagstæðu verði miðað við  gæði og alla þjónustu.

 

IMG_6114

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo aðalmennirnir sem ég fékk að smella mynd af. T.f.v: Stefán Ingi Svansson , Sigurður Gíslason , Gísli Auðunsson  og Óskar Finnsson

 .

Myndin hér að neðan er af barnum á 20. hæð Veisluturnsins.

 IMG_6115

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aldeilis! Svona 2007 eitthvað.

Var nokkuð af þessu gullbrasað - kannski allt?

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 15:04

2 identicon

Við fórum með fjölskylduna okkar í afmælistilefni á jólahlaðborð í fyrra. Þvílik og önnur eins snilld og við með gaurana okkar sem taka nú hraustlega til matar síns,vorum alsæl öll.Siggi og félagar eru snillingar eins og hann á kyn til

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 15:30

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

heill og sæll Árni takk fyrir innlitið, nei Árni ekki var þetta gullbrasað en þetta er örugglega á heimsmælikvarða.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.10.2010 kl. 16:42

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Ragna já þetta er flott hjá þeim í Veisluturninum og gaman að vera þarna uppi, þau eru snillingar og þjónusta öll til fyrirmyndar.

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.10.2010 kl. 16:50

5 identicon

Þar sem Óskar Finnsson er,þar er vandað til verka.

Númi (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 22:37

6 identicon

Þetta var flott hjá þér, enginn þurfalingabragur, varstu að halda uppá afmælið frúarinnar eða ferðu þetta venjulega á föstudögum?   Þú hefur aldeilis graðkað í þig þarna trúi ég.                                                                                   Með góðri kveðju                                                                                                      Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 22:51

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Heiðar minn, ekki er þetta nú fastur liður hjá okkur hjónakornum á föstudögum. Maður þarf nú ekki alltaf að hafa tilefni þó það hafi nú verið í þetta skipti. Þú þekkir nú minn mann, það er ekki mín sterkasta hlið að kunna mitt magamál þegar maður lendir í svona veislu, þannig að þetta fór pínulítið úr böndunum hjá mér en þó ekki mjög mikið.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.10.2010 kl. 11:56

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, var ekki stórafmæli hjá Gísla Sigmars? Eitthvað minnir mig það. En hvað um það þá get ég trúað því að þið sjómennirnir hafi þurft að hemja ykkur, það var ekki væntanleg "bauja" eða "klárir," Gísli Auðunsson? Er hann sonur Kötu Gísla?

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 12:04

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi minn, Jú Gísli átti afmæli í gær en reyndar ekki stórafmæli. En þú þekkir það Helgi  að við sem aldir eru upp á netabátunum höfðum oft ekki langan matartíma þannig að maður hefur frá þeim tíma ávalt verið fljótur að borða. Gísli Auðunsson er sonur Kötu Gísla og Auðuns, hann er að læra til kokks og er mjög efnilegur strákurinn.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.10.2010 kl. 12:45

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Takk fyrir það Sigmar, mikið finnst mér gaman að skoða svona myndir, sérstaklega af fólki sem ég þekki, og mikið rosalega held ég að hafi verið gaman hjá ykkur.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 12:51

11 Smámynd: Valmundur Valmundsson

tær snilld 19. hæðin

Valmundur Valmundsson, 13.10.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband