Heim, eftir Guðmund H. Tegeder

Guðmundur HGuðmundur H. Tegeder er fæddur í Vestmannaeyjum og er einn af þessum peyjum sem er uppalinn á Brekastignum. Hann hefur gert mörg góð ljóð og vísur sem margar hverjar eru geymdar í þjóðhátíðarblöðum, en þar náði ég í þetta ljóð sem hann nefnir Heim.

 

 

 

 

 

       HEIM 

I.

Hvar sem geng ég um grund,

þó ég sigli um sund

eða sælum í bláskýjalindum.

leita hugar míns bönd,

blítt sem bárur að strönd,

heim að bernskunnar árgeislatindum.

 

II.

Þó á framandi stað

streymi fögnuður að,

-allt sem fegurðin megnar að veita-

 býr í hjartanu þrá,

heim um hafdjúpin blá,

heim til hljómþýðu fjallana´ að leita.

 

III.

Út á bylgjunum blám,

undir sólhimni hám,

- hvar er huganum tamara’ að dreyma-?

Leit ég blómlegri fjöll,

leit ég bjartari mjöll

en á blessaðri Eyjunni heima?

 

IV.

Hvar var glaðari stund,

hvar mun blíðari blund

en við brjóst þitt, ó’ móðir að finna?

Nú mun strikinu ey ei breytt,

þó í storminn sé beitt,

því ég stefni til fjallanna þinna.

 

V.

Ég skal léttri með lund

una ævinar stund

fram að eilífðarsvefninum væra.

Ef að barnið þitt hljótt,

- ó’ hve björt yrði nótt,-

fær að blunda í faðminum kæra. 

 

 17.06.1977 Guðmundur H. Tegeder


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband