6.10.2010 | 20:32
Minnig um mann
Þessa mynd fann ég í gamla myndasafninu sem ég hef geymt frá Sjómannadagsblaðinu, ég held að margir eldri Eyjamenn muni vel eftir Valdimar og trillubátnum hans. Aftan á myndinni stendur: "Valdimar Tranberg Jakobsson F. 25. október 1900. D.9. apríl 1968. Foreldrar Jakob Tranberg og kona hans Valgerður Sigurðardóttir. Missti hana 4 ára gamall ".
Valdimar Jakobsson Tranberg var fæddur í Jakopshúsi í Vestmannaeyjum 25. október 1900. Svo stuttan spöl stóð heimili foreldra hans frá sjónum, að nærri mátti segja að hann væri fæddur í flæðamálinu. Bernskuleikvangur hans var því oftast fjörusandurinn, og hneigðist hugur Valdimars snemma að sjónum, og þar varð hans ævistarf á grunnmiðum við Vestmannaeyjar. Hann mun ungur að árum hafa farið á sjó með föður sínum Jakopi Tranberg sem um langt skeið var formaður.
Þegar menn fóru að nota trillubáta til fiskveiða í Eyjum, beindist hugur Valdimars að þeirri gerð báta, og þegar ástæður hans leyfðu,eignaðist hann lítinn trillubát sem hann lét heita Jakob. Á þessum báti stundaði hann sjóinn allt árið, eftir því sem veður leyfðu, með handfæri og lúðulínu. Oftast réri Valdimar einn á sínum bát.
Um lundaveiðitímann stundaði hann úteyjaferðir og var sókningsmaður í margar úteyjar þar með talin Ellíðaey. Sóknarmaður ferjaði veiðimenn út í eyjarnar og sótti lundan sem þeir veiddu, eflaust hefur hann líka ferjað kindur út í eyjarnar og sótt að hausti. Verst að eiga ekki mynd af trilluni Jakob.
Elliðaeyjarljóð er eftir Árna símritara í Ásgarði þar kemur Trani við sögu í fyrsta erindinu.
Elliðaeyjarljóð
(Á trillu ég fór með Trana)
Ljóð:ÁÁ
Lag:Amerískt þjóðlag
Á trillu ég fór með Trana
einn túr út í Elliðaey.
Af gömlum og góðum vana
með gin og væna mey.
Valdimar var drengur góður, og öllum sem kynntust honum var hlýtt til hans. Hann lést 9. apríl 1968.
Þessi minningarbrot um Valdimar eru að mestu tekin úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1968.
Athugasemdir
Sæll
"Á trillu ég fór með Trana
einn túr út í Elliðaey"
Er umræddur Trani í vísunni "Elliðaeyjarljóð" Valdimar Jakobsson Tranberg?????
Kveðja frá Eyjum.
Pétur Steingríms
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 09:48
Heill og sæll Pétur, já mikið rétt þetta er maðurinn. Ég hefði náttúrulega á að segja að Valdimar var kallaður Trani.
Gamanað þú skulir hafa komið með þessa athugasemd Pétur.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.10.2010 kl. 11:03
Sæll vertu. Elliðaeyjarljóðið er eftir Árna símritara í Ásgarði
þs (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 12:27
Heill og sæll Þórarinn og þakka þér kærlega fyrir þessa leiðréttingi. Gott að hafa svona góðan og fróðan prófarkalesara
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.10.2010 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.