3.10.2010 | 16:32
Gullveig VE 331 gamlar myndir
Myndin er tekin um borð í Gullveigu VE 331 árið 1943.
Á myndinni eru t,f.v. Erlingur Eyjólfsson og Óskar Matthíasson með kjötpoka sem höfuðfat.
Takið eftir vinnuljósunum sem eru heimasmíðuð úr olíubrúsum.
Myndirnar hér fyrir neðan eru af Gullveigu VE og í bassaskýlinu er Guðni Jónsson, og á síðustu myndinni er Gullveig VE 331 vel hlaðin í löndunarstoppi á Siglufirði á því herrans ári 1943.
Athugasemdir
Takk fyrir þessar myndir Sigmar, mjög fróðlegt eins og alltaf hjá þér.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.10.2010 kl. 01:29
Heil og sæl Guðrun María og takk fyrir innlitið og athugasemd.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.10.2010 kl. 22:36
Sæll Simmi
Voru þessi ljós ekki kölluð LANDHELGISLJÓS???
Valmundur Valmundsson, 13.10.2010 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.