29.9.2010 | 10:26
Sjómenn og fiskverkafólk skapa mikið verðmæti í þjóðarbúið
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 68 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 samanborið við rúma 54 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um rúma 13 milljarða eða 24,7% á milli ára.
Útgerðarmenn, sjómenn og fiskverkafólk skapa mikið verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag þó það virðist ekki hafa verið metið á síðustu árum. Allt virðist t.d. gert til að gera hlut sjómanna sem minstann, þeir fá ekki einu sinni að hafa Sjómannadaginn í friði, hann er skírður upp og er nú uppnefndur Hátíð hafsins eða Hafnardagar. Sjómannaskólinn fær ekki að halda nafninu sínu er skírður upp og heitir nú Tækniskólinn. Allt er þetta gert með samþykki stæðstu sjómannafélaga landsins svo furðulegt sem það er nú. Ég gæti nefnt margt fleira sem gert hefur verið til að gera sem minnst úr starfi sjómanna en læt þetta næja að sinni.
Þessi góða jákvæða frétt sýnir okkur hvað Sjómenn og fiskverkafólk er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag. Þess vegna skulum við virða þessar starfsstéttir, þær eiga það skilið.
![]() |
Aflaverðmæti eykst um 24,7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég rennislétt samála þér Sigmar,sjómenska og fiskvinna er ekki í háum metum nú orðið,þó hvori tveggja hafi um aldir verið undirstaða og máttarstólpi þjóðfélagsins og enn á ný sannað gildi sitt,með framlagi sínu í þessum hrunadansi þjóðarinnar,sköpuðum af hvítflippa ræksnum.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 29.9.2010 kl. 13:01
Heill og sæll Sigurlaugur og takk fyrir innlitið og þína athugasemd. Við getum svolítið kennt sjálfum okkur um, með því að sætta okkur við forustumenn sem eru steindauðir og áhugalausir fyrir því að verja kaup og kjör þessara stétta.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.9.2010 kl. 13:07
Heill og sæll þú ert alltaf jafn ötull við benda á hluti sem snúa að sjómensku og tengdum greinum , hafðu þökk fyrir. Að lokum sérstakar kveðjur til Kollu! Kveðja Sigþór
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 23:07
Sæll Sigmar, veist þú á hvaða uppsjávarskipi þessi mynd er tekin? Ég hef nokkuð sterkan grun um að það sé Sighvatur Bjarnason VE 81, eldri, skrásetningarnúmer 1062.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 00:38
Heill og sæll Sigþór takk fyrir innlitið. Já mér finnst þessar starfstéttir ekki vera metnar sem skyldi, hvorki í launum né öðru. Þetta er öðruvísi nú en áður fyr, þegar sjómennskan og fiskvinslufólk var meira metið. Nú er það helst tónlistafólk og aðrir listamenn sem mesta umfjöllun fá i fjölmiðlum. Ég er ekki að gera lítið úr því fólki, það er bara miklu duglegra að koma sér á framfæri en aðrar starfstéttir. Ef þú tekur sjónvarpið og útvarpstöðvar þá er þar endalausir þættir um tónlistamenn, hljómsveitir, plötuútgáfu eða diskaútgáfu. Ég held að það sé búið að gera sjónvarpsþátt um meirihluta allra tónlistamanna í landinu sem er hið besta mál. En það eru fleiri sem sem lifa hér í þessu landi og vinna hörðum höndum sem vert er að gera sjónvarpsþátt um. þar hefur Gísli með þátt sinn Út og suður staðið sig vel og á hann heiður skilið.
Ég er búinn að skila kveðjuni til Kollu og hún biður að heilsa þér.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.9.2010 kl. 18:04
Heill og sæll Helgi þetta er Sighvatur Bjarnason og myndina tók Ómar Sveinsson
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.9.2010 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.