23.9.2010 | 20:40
Óskar Matthíasson skipstjóri.
Skemmtileg mynd úr skipstjóraklefanum á Leó VE 400 en þar voru loftskeytatækin staðsett á þessum bátum.
Haförn Leó kallar ertu að hlusta Ingólfur.
Þarna er Óskar Matt skipstjóri á Leó VE 400 í talstöðinni og gæti alveg verið að kalla í bróðir sinn Ingólf Matt á Haförn VE. Takið eftir flottum gardínum við kýraugað.
Þessi talstöð var nokkuð öflug og var auðveldlega hægt að kalla í Vestmannaeyjaradíó úr Norðursjónum.
Viðbótarupplýsingar frá vini mínum Tóta rafvirkja; Þessi talstöð er dönsk og var af Pedersen gerð,þessar stöðvar báru höfuð og herðar yfir aðrar stöðvar af sama styrkleika og eins og þú segir þá voru þær ótrúlega langdrægar kv þs
Myndirnar á Ingibergur Óskarsson
Athugasemdir
Sæll vertu,þetta er flott mynd Þessi talstöð er dönsk og var af Pedersen gerð,þessar stöðvar báru höfuð og herðar yfir aðrar stöðvar af sama styrkleika og eins og þú segir þá voru þær ótrúlega langdrægar kv þs
þs (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 22:04
Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir þessar upplýsingar um talstöðina og innlitið
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.9.2010 kl. 16:31
Sæll félagi. Það er gaman að þessum myndum og greinilega verið snyrtilegt hjá ykkur á LEÓ. Þessar gömlu Pedersen stöðvar voru eiginlega alsráðandi í íslendkum skipum á þessum tíma og mikið hefur breyst umfangið á þessum búnaði. Á stærri skipunum flutningaskipum togurum og þessháttar var fullt herbergi af fjarskiptabúnaði stuttbylgja morse og allur pakkinn, bara sendirinn á Arnarfelli og Helgafelli náði frá gólfi og langleiðina upp í loft. Nú kemst fjarskiptabúnaður þessara skipa nánast fyrir í skjalatösku.
Með góðri kveðju, Heiðar Kristinsson
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:05
Heill og sæll Heiðar og takk fyrir innlitið og þennann fróðleik sem þú skrifar með þessari athugasemd. Já það var gaman að vera á Leó VE þar sem öllu var vel við haldið og alltaf reynt að halda bát og búnaði snyrtilegum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.10.2010 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.