22.9.2010 | 21:51
Áhöfnin á Leó VE 400 á vetrarvertíð líklega 1965 eða 1966
Þessi mynd er tekin á vetrarvertíð líklega 1965 eða 1966. Þarna eru ekki neinir smáþorskar á ferð. Það sem mér þykir merkilegast við þessa mynd er að þarna virðist gefinn tími til myndatöku þó í trossunni sé en óúrgreiddur fiskur. Þarna hlýtur að hafa slitnað trossan og þess vegna gefist þetta tækifæri að mynda. Óskar Matthíasson skipstjóri á Leó VE 400 frændi minn hefði ekki samþykkt það að hætta að draga til að taka mynd, það er öruggt.
Þarna má sjá t.f.v: Sigurón Óskarsson, Sigurgeir Jóhannsson kokkur, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Sigurður, vantar nafn, Kristján Valur Óskarsson, Jón Guðmundsson Vossabæ, Gísli Sigmarsson, Elvar Andresson Vatnsdal, Brandur Valtýrsson.
Sömu menn, annað sjónarhörn.
Tvíklikkið á myndirnar til að stækka þær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.