Gömul vetrarmynd frá Eyjum

Útssýni frá Sólbakka 2

 

Gömul kuldaleg vetrarmynd af hluta Vestmannaeyjabæjar tekin frá Sólbakka. Heimaklettur í baksýn og auðsjáanlega er þarna snjókoma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi.

Kuldaleg mynd frá Eyjum. Er þetta ekki Skólavegur til hægri á myndinni, kastalabyggingin þarna er Skólavegur 22 ????

Kíki reglulega á þig þó svo ég kvitti ekki alltaf, hef svo gaman af þessum gömlu myndum þínum.

Kveðja.

Pétur

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 07:27

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Pétur og takk fyrir innlitið og athugasemd, alltaf gaman þegar menn geta gefið upplýsingar um myndirnar sem ég set inn. Ég held að það sé rétt hjá þér að Skólavegurinn er til hægri á myndinni.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.9.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, Skólavegur 22, heitir Þrúðvangur! Veistu hver tók þessa mynd?

Kær kveðja  frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 01:13

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og takk fyrir þessa athugasemd, allaf gott að fá upplýsingar um þessar gömlu myndir. Ég veit ekki hver tók þessa mynd hún er eins og margar af þessum gömlu myndum sem ég hef sett á bloggið mitt úr gömlu albúmi sem skilið var eftir hjá mér þegar ég var með Sjómannadagsblað VM. Það voru margir sem gáfu mér gamlar myndir til að birta í blöðunm, margar setti ég í blöðin en margar gat ég ekki birt vegna plássleysis.

Kær kveðja  

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.9.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband