Guðmundur Þórarinsson (Týssi)

Guðmundur Þórarinsson 1

 Myndin er úr Þjóhátíðarblaði frá 1997.

Þetta er skemmtileg mynd af Guðmundi Þórarinssyni að hanka netsteina sem notaðir voru á þorskanet í þá gömlu góðu daga.

Fyrir aftan hann eru glerkúlur sem einnig voru notaðar sem flot á þorskanet, en í stað þeirra komu seinna flothringir. Í dag eru netin feld á blíteina og flotteina, þannig að netasteinar  kúlur og flothringir eru nú eingöngu á söfnum.

Því miður veit ég ekki hver tók myndina.  

Viðbótarupplýsingar frá Óskari Þórarinssyni:

 Týssi er þarna að hefja sína fyrstu vertíð á Atla Ve. Síðan var hann með höfðingjanum Svenna á Krissunni 38 tonna bát sem hann gerði út ásamt Guðna í Steini, Rúti Snorra og Gústa bróður sínum. Á þeirri vertíð skiluðu þeir í land rúmum 900 hundruð lestum. Ég man þreytta en ánægða drengi um lokin. Simmi, það var minnsta málið að greiða úr- á hverju neti voru 12 til 14 steinar og 24 kúlur með 10 ?, hnútum sem allir flæktust í netunum. Og síðan var allt draslið dregið afturá hekk. Enda þótti gott að draga eina trossu á 50 mínútum. Tveggja nátta var martröð. Þessvegna voru menn með 7 trossur, aldrei fleirri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, Flott mynd, og góður drengur, fyrir utan að vera Týrari.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 10:44

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, já þetta er skemmtileg mynd af góðum dreng. Það er lika mjög gaman að sjá þessa netasteina og kúlur sem eru löngu hætt að nota. Alla vega finnst mér gaman að þessari mynd.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.9.2010 kl. 16:20

3 identicon

Sæll Simmi.

Týssi er þarna að hefja sína fyrstu vertíð á Atla Ve. Síðan var hann með höfðingjanum Svenna á Krissunni 38 tonna bát sem hann gerði út ásamt Guðna í Steini, Rúti Snorra og Gústa bróður sínum. Á þeirri vertíð skiluðu þeir í land rúmum 900 hundruð lestum. Ég man þreytta en ánægða drengi um lokin. Simmi, það var minnsta málið að greiða úr- á hverju neti voru 12 til 14 steinar og 24 kúlur með 10 ?, hnútum sem allir flæktust í netunum. Og síðan var allt draslið dregið afturá hekk. Enda þótti gott að draga eina trossu á 50 mínútum. Tveggja nátta var martröð. Þessvegna voru menn með 7 trossur, aldrei fleirri. Kær kveðja.

Óskar Þórarins (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óskar og þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar um myndina og Týssa, virkilega gaman að fá svona athugasemdir.

Þegar ég byrjaði til sjós og fyrstu árin á Gullþórir VE  og Leó VE 400 þá vorum við með glerkúlur og smærri steina. Síðan voru á þessum árum steinarnir stækkaðir og farið að koma með hringi á hluta af trossunm. Ég man eftir að ef lítið var í netunum þá voru þeir klárustu settir í að greiða og leggja niður kúlurnar. Óskar Matt frændi minn sagði þá oft, það er best að Elvar eða jón fari í kúlurnar þeir eru alveg melir í kúlunum Ekki man ég hvað við vorum með af trossum þessar fyrstu vertíðir, en þeim fjölgaði þegar betur gekk að draga.

Kær kveðja til ykkar hjóna frá okkur Kollu

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.9.2010 kl. 23:48

5 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Flottur karl hann frændi og smiður góður,ég nái í skottið á þessum kúlum á Val frá Neskaupstað,en hann réri þá frá Grindavík og lagði upp hjá Magnúsi og Sverri,mig minnir að það hafi verið 1966.

En með steinana þá man ég að það gat verið handleggur að henda út í lögninni ef það verið pus og karlinum lá á að koma þessu út og eins með kúlurnar það þurfti að henda út báðum megin við garðin og eins gott að fipast ekki við það.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 20.9.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband