Bátur í davíðum

 IMG_1086 

Við enda Bæjarbryggju í Vestmannaeyjahöfn  er  björgunarbátur í davíðum,  báturinn eða svipaður bátur var þarna í gamla daga og var þá hluti af þeim björgunarbúnaði sem þá þótti nauðsynlegur við höfnina, báturinn var með gafl að aftan og var búinn fjórum árum og fljótlegt að sjósetja hann. Ég sá þegar forveri þessa báts var notaður við björgun á manni úr Vestmannaeyjahöfn í kringum 1960. Ekki veit ég hvenær honum var fyrst fyrir komið þarna við Bæjarbrygguna.

Nú virðist sem þessum  bát sé eingöngu komið þarna fyrir til að fegra umhverfi Bæjarbryggju sem hann svo sannarlega gerir.

En til hvers er ég að skrifa um þennann björgunarbát ?, jú það er staðreynd að Vestmannaeyingar hafa verið í forusu hvað varðar öryggismál sjómanna, ekki bara hvað varðar öryggisbúnað um borð í fiskiskipum heldur einnig hvað varðar öryggi hafna. Þarna er staðsettur björgunarbátur sem gæti þurft að nota, en þó báturinn sé eingöngu ætlaður sem sýnigar eða skrautgripur er alveg með ólíkindum að menn skuli hafa borað tvö göt á byrðing hans til að troða böndum í gegnnum byrðinginn, gera hnút á böndin fyrir innann og nota þau til að halda bátnum að davíðunum. Ég segi nú eins og maðurinn forðum: Svona gera menn ekki (við báta). Allra síst í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum, þetta hlítur að hafa verið gert í einhverju hugsunarleysi.  Ef ég man rétt þá voru bönd eða vírar klæddir slöngu settir utan um bátinn og þannig var honum haldið að davíðunum. Vonandi verður þetta lagfært og sponnsað í þessi göt á byrðing þessa fallega björgunarbáts.

 Sigmar Þór

 Haraldur SF 70 1962

 Á þessari mynd sést nýsmíðaður Haraldur og björgunarbáturinn sem var í davíðum á Friðarhafnarbryggju fyrir margt löngu.

 Fyrir nokkru síðan þá bloggaði ég þessa færslu hér fyrir ofan um þennann  björgunarbát við Bæjarbryggju sem  mér finnst  virkilega flottur og  mikil  prýði af honum. Í þessari blogg færslu fannst mér alveg ótækt að bora gat á byrðingin til að koma böndum fyrir sem halda bátnum að davíðunum.

 Nú í rokinu gerðist það að böndin drógu sig út úr byrðingnum og stórskemdu borðið sem hafði verið gegnumborað. Vonandi verður gert við þetta sem fyrst og gengið betur frá þessu þegar báturinn verður settur aftur upp. Myndirnar tala sínu máli en þær sendi mér góður vinur minn sem mundi eftir þessu gamla bloggi mínu, þakka ég honum kærlega fyrir.

 

 Skemmdur Björgunarbátur 3

Skemmdur Björgunarbátur 4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skemmdur Björgunarbátur 5

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Fróðlegt Sigmar og þarft að vekja athygli á.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.9.2010 kl. 23:38

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær pistill hjá þér Sigmar og mættu margir taka þig til fyrirmyndar í að vekja athygli á öryggismálum, ekki bara sjómanna heldur allra.

Jóhann Elíasson, 15.9.2010 kl. 23:43

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, var það núna um síðustu helgi sem árabáturinn við lækinn semdist? Ég tók bara eftir því í morgun að báturinn var upp við hafnarhús.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 23:16

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl öll þrjú og takk fyrir innlit og vinsamlegar athugasemdir.

Helgi mér var sagt af þeim sem sendi mér myndirnar að hann hefði skemmst í hvassviðrinu nú um daginn, en veit ekki meir eins og maðurinn sagði forðum. Þú ert nú bryggjuvörður og ættir að vita þetta betur

Kær kveðja úr Kópavogi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.9.2010 kl. 18:00

5 identicon

Sæll félagi.  Gott að sjá að þú er orðin það hress að þú ert farinn að blogga aftur og rífa  kjaft.  Ég man eftir bátnum sem þú ræðir um frá því fyrst að ég fór að koma til Vestmannaeyja og var mikil prýði af honum auk þess að vera öryggistæki eins og þú kemur inná.  En að bora göt á birðinginn til að fá festur fyrir böndinn sem halda honum að uglunum fynnst mér nokkuð snjöll hugmynd, en gallinn bara sá að fleytan nýtist tæplega til sjóferða í því ástandi.  Svona gera naumast Vestmannaeyjingar þetta hljóta að hafa verið einhverjir aðkomugaurar.                                                Með góðri kveðju.                                                                                                 Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 21:54

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, fyrirgefðu hvað ég svar seint, en það var afmælisveisla hjá okkur hér í gærkveldi, og náttúrulega nóg að sýsla í kringum það.

Þetta með að ég sé bryggjuvörður er nú smá upplýsingaleysi á síðunni hjá mér, gagnvart vinnunni minni, en málið er að ég er ekki lengur í vinnu hjá höfninni, hafnarverðir eru búnir í sumarfríum, þannig að ég er í atvinnuleit þessa dagagna. Og þetta með bátinn þá þarf ég bara að gera mér ferð niður á hafnarskrifstofu og forvitnast um það mál.

En Sigmar! Ertu búinn að lesa nýjustu fréttir?????? Ef ekki, lestu vel greinina sem Friðrik á Löndum og Sigmund skrifa!

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 10:36

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Heiðar og takk fyrir þessa athugasemd, já maður er nú alveg búinn að fá nóg af þessum flensuskratta en þetta er allt á réttri leið. ég tel það nú ekki að vera að rífa kjaft þó maður hafi skoðanir á hlutunum hér í bloggheimum. Til þess er þessi ágæti fjölmiðill. Já ég held að það sé skarplega athugað að þetta hljóta að vera aðkomumenn sem gera svona hluti .

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.9.2010 kl. 17:05

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, ég vissi ekki að þú værir hættur hjá höfninni, en vonandi færðu fljótt vinnu aftur Helgi minn. Þú ert búinn að gera mig forvitinn með því að minnast á grein í Fréttum eftir vini mína Friðrik og Sigmund. Hef ekki heyrt um hana, sé ekki Fréttir nema í vinnunni og þangað hef ég ekki komið í tvær vikur vegna smá skveringar.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.9.2010 kl. 17:12

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ég skal svala forvitni þinni, en í stórum dráttum þá gagnrýna þeir Friðrik og Sigmund ástandið á björgunarbátunum um borð í Herjólfi, þeir segjast hafa farið vettvangs ferð um borð og aflað sér upplýsingum um björgunarbúnaðinn, þeir segja að ástandið á björgunarbátunum sé verra en þegar þeir tóku þátt í að koma Sigmundsgálganum fyrst í báta hér í Eyjum 1981.  Semsagt mjög slæmur áfellisdómur fyrir Eimskip og vegagerðina. En hvernig er með siglingalög, ná þau ekki yfir svona mál????

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 17:26

10 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, þú segir fréttir nú bíð ég eftir að fá að lesa þessa grein.

Helgi það er sérstök reglugerð no.66 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum hún er frá 2001.

Herjólfur er örugglega búinn öryggisbúnaði samkvæmt þeirri reglugerð.

kær kveðja úr Kópavogi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.9.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband