12.9.2010 | 21:38
Frábær þáttur hjá Ríkissjónvarpinu Um Ómar Ragnarsson
Það var virkilega gaman að horfa og hlusta á þáttinn um Ómar Ragnarsson í tiefni af 70 ára afmæli hans sem verður eftir nokkra daga. Þetta er þvílíkur snillingur að hálfa væri nóg. Það sem Ómar hefur afrekað á sinni ævi er með ólíkindum og kom brotabrot af því fram í kvöld. Þetta var góður þáttur með góðum stjórnanda.
Sjálfur man ég vel eftir því þegar ég var í Sjómannadagsráði Vestmannaeyjm í þá gömlu góðu daga og Ómar var að skemmta fyrir okkur á Sjómannadaginn, að hann klikkaði aldrei svo ég muni. Oft var eingöngu haft samband við Ómar Ragnarsson og reddaði öllum þeim skemmtikröftum sem við þurftum frá Reykjavík á Sjómannadagsskemmtunina. Hann var ótrúlega duglegur að hjálpa okkur og man ég eftir nokkrum skemmtilegum atvikum sem gerðust þá baksviðs í Höllinni ég segi kannski síðar frá því hér á síðunni minni.
Ómar Ragnarsson til hamingju með 70 ára afmælið og þakka þér og þinni góðu konu fyrir að vera til og afreka þetta allt sem þú hefur gert á þinni ævi.
Kær kveðja
Athugasemdir
Stórfínn þáttur,og hefði mátt vera lengri.
Númi (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 22:58
Heill og sæll Númi já ég er sammála þér hann heði mátt vera miklu lengri.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.9.2010 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.