8.9.2010 | 21:47
Góðir gestir frá Bandaríkjunum
Fyrir um 15 árum síðan fór Óskar Friðrik Sigmarsson til Bandaríkjana sem skiptinemi, hann var mjög heppinn með fjölskyldu en það eru því miður ekki allir svo heppnir sem fara út sem skiptinemar.
Á myndinni eru þau Jack og Aníta Morris ásamt Óskari Friðrik og Sigmari Benóný litla
Það hafði lengi staðið til að þessi ágætu hjón sem tóku svo vel á móti honum fyrir 15 árum kæmu til Íslans og heimsótti hann og hans fjölskyldu. Þetta varð nú að veruleika og ætla þau hjón að vera hér á landi í eina viku og ferðast um landið. því miður hefur veðrið ekki verið upp á það besta en samt hafa þau farið á Þingvöll og skoðað Gullfoss og skoðað söfn í Reykjavík.
Hjónin komu í kvöld í heimsókn til okkar Kollu og voru þá þessar myndir teknar.
Hér eru þær Júlía og Anita og á myndinni fyrir neðan er Magnús Orri Óskar Friðrik og Jack
Athugasemdir
Gaman að þessu. Hef ekki séð þau síðan ´94 þegar við Gísli fórum í heimsókn.
Óskar Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 00:13
Heill og sæll Óskar já við Kolla höfðum ekki hitt þau fyr.
Takk fyrir innlitið kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.9.2010 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.