DC 3 á flugvellinum í Vestmannaeyjum

Flugvöllur og DC 3

 

 þarfasti þjónninn

 

  Þetta er gömul mynd af DC 3 flugvél á Vestmannaeyjaflugvelli  þessiar vélar  héldu uppi samgöngum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í áratugi, einnig flaugu þær á Skógasand og Hellu ef ég man rétt. Alla vega man ég eftir einni ferð með henni á Skógasand þá peyji í ferðalagi með Týrurum. Ég man einnig eftir að hafa flogið nokkrum sinnum til Reykjavíkur með DC 3   Þetta voru og eru traustar og glæsilegar flugvélar. Meira að segja hljóðið í mótorunum er traustvekjandiSmile

Ég læt hér fylgja með fræga auglýsingu um þarfasta þjóninn sem má finna í flestum gömlum  Vestmannaeyjablöðum, þessa auglýsingu skannaði ég úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1964. Og hér áður fyr var auglýsing í Herjólfsdal yfir Þjóðhátíð sem á stóð ég held ég muni þetta rétt: Fljúgið með Föxunum flugið er ferðamáti nútímans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

En gaman að sjá þessa vél, ég fór til Eyja, smá stelpa oftar en einu sinni af Skógasandi.

Það voru nú aldeilis samgöngur í þá tíma.

góð kveðja.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.9.2010 kl. 23:48

2 identicon

Þetta eru æðislegar vélar og vonandi getur Þristavinafélagið farið fljótlega í það að taka áburðartankinn úr Páli Sveinssyni og setja sæti í hann svo hægt sé að selja útsýnisflug.

Valur

Valur Stefánsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 12:17

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrún María og takk fyrir innlitið, já þetta voru nokkuð góðar samgöngur á þeim tíma, en flugu þessar vélar ekki líka á Hellu mig minnir það?

Kær kveðja SÞS

Heill og sæll Valur og takk fyrir innlitið, það væri gaman að fara í útsýnisflug með Páli Sveinssyni er þetta eithvað sem gæti orðið að veruleika á næsta ári??

Kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.9.2010 kl. 14:08

4 identicon

Jú Sigmar, það er rétt - þristurinn flaug á Hellu líka

Eiríkur Þ. Einarsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 14:24

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Man vel þegar við fórum á hverju sumri með þristunum frá Reykjavík á 6. áratugnum. Einu sinni var ekki hægt að lenda í Eyjum vegna þoku og var þá lent á Hellu, þar sem bara glaðasólskin, meðan beðið var hvort þokunni myndi létta en ég man nú ekki hvort svo var eða við þurftum að fljúga aftur til Reykajvíkur. Er að pæla í hvort þetta sé ekki vörubíllinn hans Sjonna frænda!   

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2010 kl. 14:31

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Eiríkur og Sigurður Þór og takk fyrir innlitið og athugasemdir. Ekki veit ég Sigurður hvort þetta er bíllinn hans Sjonna þar sem ekkisést neitt númer á honum. Var Sjonni ekki alltaf með sama númer einhvern vegin kemur upp í huga minn Talan 8.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.9.2010 kl. 21:06

7 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Já þessir Þristar voru bara flotta vélar og ég ferðaðist mikið með þeim frá og til eyja og rvk-Faguhólsmýri,og gekk stundum mikið á i ókyrrð,en Þegar fokkerinn kom þá allt í einu varð ég stjarfur af flughræðslu í þeim,hlutur sem ég fann ekki fyrir í dc3.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.9.2010 kl. 17:46

8 identicon

Einn 75 ára þristur var á Reykjavíkurflugvelli í gær. Skrásett í Sviss held ég.Nokkrir tugir þrista komu saman á Airventure í Oshkosh, Wisconsin,USA síðustu vikuna í júli. Tilefnið var 75 ára afmæli DC3. Tignarlegt að sjá þær fljúga saman í hópum.

Halldór Haraldsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband