Myndir af sjónum teknar 1965 um borð í Leó VE 400

Leó óskarJón ,Gaui og Addi steina niður

 

 Þessar myndir eru allar teknar um borð í Leó VE 400 og hafa áður komið hér á blogginu mínu þá mjög litlar. Þarna er 'Oskar Matthíasson þá skipstjori á Leó, Hann er þarna með matarfat með hangikjöti skreytt eins og víkinaskipið sem aflakóngar fengu á sínum tíma fyrir að vera aflahæðstir á vetrarvertíð, þetta listaverk gerði Siggi kokkur. Á næstu mynd er verið að steina niður aftur á hekki á Leó t.f.v Jón í Vorssabæ, Guðjón síðar lögga á Selfossi og Andres Þórarinsson.

 

Leó ElvarÓskar matt með lúðu

3. mynd Elvar Andresson frá Vatnsdal  og með stórlúðuna er Óskar Matt og við hlið hans tendur Guðjón.

Því miður man ég ekki nafnið á þessum strák sem er að draga af spilinu hér fyrir neðan en á næstu mynd er Ísleifur II. á þorsknót vestan við Eyjar

 

Háseti á Leó VEÍsleifur II á nót

Hér fyrir neðan er frændi minn Sveinn Ingi Pétursson  en hann var á Leó í það minsta 2 vertíðir ef ég man rétt. Að síðustu er mynd þar sem ágætt fiskirí er í trollið t.fv: Undirritaður, Sigurður Ögmundsson og Elvar andresson, er ekki alveg klár á nöfnum þeirra tveggja sem eru að bæta trollið og standa þarna aftast á dekkinu.

Sveinn Íngi PéturssonLeó fiskur 1

 

 

Isleifur nótabátur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband