29.8.2010 | 16:53
Myndir af sjónum teknar 1965 um borð í Leó VE 400
Þessar myndir eru allar teknar um borð í Leó VE 400 og hafa áður komið hér á blogginu mínu þá mjög litlar. Þarna er 'Oskar Matthíasson þá skipstjori á Leó, Hann er þarna með matarfat með hangikjöti skreytt eins og víkinaskipið sem aflakóngar fengu á sínum tíma fyrir að vera aflahæðstir á vetrarvertíð, þetta listaverk gerði Siggi kokkur. Á næstu mynd er verið að steina niður aftur á hekki á Leó t.f.v Jón í Vorssabæ, Guðjón síðar lögga á Selfossi og Andres Þórarinsson.
3. mynd Elvar Andresson frá Vatnsdal og með stórlúðuna er Óskar Matt og við hlið hans tendur Guðjón.
Því miður man ég ekki nafnið á þessum strák sem er að draga af spilinu hér fyrir neðan en á næstu mynd er Ísleifur II. á þorsknót vestan við Eyjar
Hér fyrir neðan er frændi minn Sveinn Ingi Pétursson en hann var á Leó í það minsta 2 vertíðir ef ég man rétt. Að síðustu er mynd þar sem ágætt fiskirí er í trollið t.fv: Undirritaður, Sigurður Ögmundsson og Elvar andresson, er ekki alveg klár á nöfnum þeirra tveggja sem eru að bæta trollið og standa þarna aftast á dekkinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.