22.8.2010 | 16:38
Nýjar myndir frá nýsmíði Þórunnar Sveinsdóttur VE í Skagen
Þesar myndir sendi Sigurjón frændi mér af skipinu Þórunni Sveinsdóttir sem er í smiðum í Skagen, af þessum myndum að dæma er töluvert búið að gera frá því við heimsóttum Skagen og skoðuðum skipið fyrir einum mánuði. Þarna á fyrstu mynd er Viðar Sigurjónsson Skipstjóri að virða fyrir sér hluta af spilbúnaðinum sem er allur drifin með rafmagni.
Mikil vinna er fólgin í því að byggja svona nýtísku skip með miklum tækjum og vélbúnaði. Líklega er hægt að mæla rafleiðslur og kappla í tugum kílómetra. Á þessum myndum er verið að prófa að koma fyrir akkeriskeðjum sem liggja þarna á bryggjuni en þær eru líklega nokkur hundruð metrar báðar til samans. Þá er mikil vinna við að einangra svona skip bæði fyrir kulda, raka og hljóðeinangun.
Ég þakka Sigurjóni fyrir þessar myndir og leyfi til að birta þær hér á síðunni minni. Það er gaman að fá að fylgjast með smíði þessa nýja skips.
Athugasemdir
Gaman að fá að fylgjast með byggingu þessa glæsilega skips..Verður gaman þegar báturinn kemur í heimahöfn
Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 08:58
Sæll félagi
það gleður mitt kalda hjarta að sjá að Sigurjón frændi þinn ætlar að hafa alvöru legufæri veit enda vel um gildi þeirra.
Með góðri kveðju HK
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 14:10
Heill og sæll Halldór og takk fyrir innlitið, ég tek undir með þér að það verður gaman að sjá þetta skip sigla inn í Vestmannaeyjahöfn Fullbúið.
kær kveðja úr Kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.8.2010 kl. 22:38
Heill og sæll Heiðar og takk fyrir innlitið, já þetta er allt vandað hjá Sigurjóni frænda og þá er auðvitað alvöru legufæri í skipinu keðjur og tilheyrandi búnaður. Ég hef reyndar aldrei getað skilið af hverju útgerðarmenn á nýjum skipum vilja ekki útbúa skip sín alvöru legufærum.
Kær kveðja úr Kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.8.2010 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.