21.8.2010 | 11:31
Óhapp við höfnina fyrir margt löngu
Þarna slitnaði sennilega vír í krananum þannig að kranabóman féll ofan á nokkrar trillur. Myndin er tekin austan við Fiskiðjuna hf í Eyjum þar sem geymdar voru trillur hér áður fyr. Á þessu svæði er nú stórt mjölgeymsluhús.
Þarna er verið að hífa bómuna ofan af trillunum sem eru margar hverjar mikið skemmdar ef ekki ónýtar.
Þeir eru úr miðbænum þessir peyjar sem eru þarna á myndinni, sá í gráu peysuni er Páll Magnússon núverandi útvarpsstjóri,við hliðina á honum í brúnum jakka heitir Pétur Friðgeirsson sá sem stendur við lyftaran er Siggi á Háeyri og peyjinn sen er fremst á myndinni er Jón Bernódusson frá Borgarhól.
Vörubilinn átti að öllum líkindum held ég Halli Togga.
Myndina tók vinur minn Ómar Kristmannsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.