20.8.2010 | 21:30
Ótrúlegt ef þetta er rétt
Markvisst og meðvitað er unnið að því hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu að fegra stöðu mála í nýlegri ársskýrslu. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir að borið hafi á því að skýrslum lögreglumanna sé breytt til að draga úr alvarleika mála sem þeir sinna.
Þetta er ótúleg frétt ef rétt er, ég bíð nú eftir viðbrögðum lögreglustjóra eða æðstu embættismanna við þessari frétt. Ef þetta er rétt, hvað er þá að marka aðrar opinberar skýrslur sem út koma um hin ýmsu mál á hverju ári ??? . Svo er talað um að það sé lítil eða engin spilling í okkar góða landi Íslandi.
Ég segi nú eins og maðurinn. ER þetta ekki lögreglumál ?????
Viðbót við færslu: Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert hæft í ásökununum, það séu lögreglumennirnir einir sem komi nálægt skráningunum. Þetta er algjörlega úr lausi lofti gripið, það er enginn að breyta neinum skráningum eftir á og engin fyrirmæli sem við höfum gefið um að slíkt sér gert."
Annar hvor segir ekki satt, þess vegna verður að komast til botns í þessu máli og það strax. Svona uppákoma er mjög slæm fyrir lögregluna og vatn á millu þeirra sem hafa verið hvað harðastir í að gagrýna lögregluna.
Á efri myndinni sem er gömul mynd af lögreglumönnum í Vestmannaeyjum eru t.f.v: Sveinn, Ragnar, Pétur, Stefán yfirlögregluþjónn, Sigurgeir, Jóhannes og Óskar. Á neðri myndinni eru sömu menn við lögreglubílin sem nefndur var Græna Maía
Segir skýrslum lögreglu breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
einhverntíman heyrði ég að það þyrfti dómsúrskurð til að breyta lögregluskýrslu sem þegar hefur verið gerð
jon (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 21:37
Heill og sæll Jón og takk fyrir innlitið, ég held að það sé ekki hægt að breyta lögregluskýrslu, né öðrum skýrslum öðru vísi en að sá sem gerir skýrsluna samþykki það, annað er fölsuð gögn. Sjálfur þarf ég að gera margar skýrslur í mínu starfi sem eru jú opinber gögn, ekki vildi ég láta breyta mínum skýrslum sem ég ber ábyrgð á. Skýrlur lögreglu og annara sem koma að slysum hvort sem það er bílslys, vinnuslys eða sjóslys eru oft lögð fram í dómsmálum og þá verða þær að vera réttar.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.8.2010 kl. 22:20
Það er hægt að breyta lögregluskýrslum, sumsé t.d. brotaflokki, vettvangi eða öðru sem hefur verið ritað vitlaust, þangað til skýrslan hefur verið staðfest af yfirmanni á vakt.
jkth (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:52
Ég hef lent í því að lögregla setti inná skýrslu það sem hún gerði ekki.
VillEkkiKomaUndirNafni (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 05:02
Ragnar- var hann ekki Helgason frá Tungu við Suðurlandsbraut?
Reyndar er nú tæpast hægt að ætlast til þess að þú kunnir skil á ættum og uppruna þessara vörpulegu manna.
Árni Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 09:41
Heill og sæll Árni og takk fyrir innlitið. Það er rétt hjá þér að Ragnar er Helgason, Hann hét fullu nafni Ragnar Axel Helgason fæddur 20 febrúar 1918 (D. 27. janúar 1995) að Kálfatjörn á Vatnssleysuströnd. Foreldrar hans voru Friðrikka Þorláksína Pétursdóttir og Helgi Jónsson frá Tungu í Reykjavík, þetta er því rétt hjá þér.
Ég þekkti vel alla þessa lögreglumenn en þessar upplýsinar um uppruna Ragnars fékk ég úr minningargrein sem skrifuð var um hann í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1995. Árni varst þú einhverntíman í Eyjum?.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.8.2010 kl. 11:05
Er þetta í alvörunni að koma fólki á óvart? Þetta er nákvæmlega hegðunin sem ég hefði búist við af íslenskri "löggæslu"; hefði raunar orðið hissa og tortrygginn hefði ég heyrt að það væri ekki verið að breyta skýrslum eftirá.
Durtur, 21.8.2010 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.