16.8.2010 | 22:33
TF-LÍF nær í veikan mann
Sækir norskan sjómann
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er á leið til Reykjavíkur með veikan sjómann af norskum togara.
Beiðni barst frá togaranum rétt fyrir klukkan sjö. Þá var maðurinn orðinn talsvert kvalinn en talið er að hann sé með einhverskonar bólgur í munnholi sem leiði upp í höfuð.Togarinn er staddur 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík og tekur flugið um þrjár klukkustundir fram og til baka, áætlað er að TF-LÍF lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu. Þetta er fjórða útkall þyrlunnar á tveimur vikum þar sem sækja þarf veikan mann um borð í togara á hafi úti.
Enn nær TF-LÍF í veikan sjómann af erlendu skipi hér út í haf. þetta er ánæjuleg frétt og við getum enn einu sinni verið stollt af þessum mönnum sem stjórna þessum frábæru björgunarþyrlum. En þetta vekur mann til umhugsunar um það hvort þau lönd sem eiga sjómenn sem stunda veiðar hér við land, ættu ekki að taka þátt í rekstri þeirra björgunartækja sem margoft hafa á undanförnum árum sótt veika menn af skipum þeirra á haf út. Fyrst þjóðin getur ekki rekið nema tvær þyrlur þá þurfum við að fá hjálp við það frá nágrannaþjóðum.
Sækir norskan sjómann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
NEI !
ég vil ekki setja þessa reglu, ef að ég man rétt þá reyndar fáum við aðstoð frá dönsku gæslunni ef að skipin eru hér við land, og þyrlunar einnig.
en ástæðan fyrir NEI er sú að ég vil ekki að það skipti máli hvaðan menn eru, það á að bjarga þeim ef að svo er.
ekki mundi ég vilja vera í skipi við noregsstrendur og fá nei frá gæslunni þar ef að það væri beðið um þyrlu
nei vegna þess að við tækjum engan þátt í kostnaði við rekstur þerra.
Árni Sigurður Pétursson, 16.8.2010 kl. 22:47
Heill og sæll Árni, Ég var ekki að segja að við ættum ekki að veita aðstoð þeim sjómönnum sem biðja um hana. Auðvitað á að hjálpa öllum sem á hjálp þurfa að halda og það er gert, ég hélt nú satta að segja að ekki væri hægt að misskilja þetta sem ég skrifaði hér að ofan. Björgunarsveitir frá nágranalöndum okkar hafa margoft bjargað íslenskum sjómönnum sem lent hafa í sjóslysum, þar hefur ekki verið spurt um kostnað svo ég viti.
Það sem ég var að meina Árni er að við eigum og getum bara rekið tvær þyrlur vegna peningaskorts að sögn ráðamanna, það er of fáar þyrlur þær þurfa að vera fjórar, við þurfum þvi meira fjarmagn til að reka þær. Þessar þjóðir eins og norðmenn hafa vel efni á því að taka þátt í því að reka öfluga þyrlubjörgunarsveit á Íslandi.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.8.2010 kl. 23:36
Sæll vinur ég ætlaði að fara að láta ljós mitt skína i þessu máli. En þá sá ég þína færslu svo ég kem hér til að taka undir með þér. Ekki yrði betra að verða að segja nei við hverslands sjómenn sem er og segja."Nei því miður við höfum bara 2 þyrlur og þær eru báðar bilaðar" Og þarf ekki einu sinni þar er víst nóg í sumum tilfellum að bara önnur sé biluð, Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 17.8.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.