40,000 farþegar með Herjólfi

Rotation of Herjólfur á ReykjavíkurtjörnÞað kom fram í fréttum í dag að Herjólfur er búinn að flytja á milli Eyja og Landeyjahafnar yfir 40,000 sagt og skrifað fjörutíuþúsund farþega frá 21 júli og til dagsins í dag, eða að jafni 300 farþega í ferð. Þetta er alveg með ólíkindum. Það virðist ekkert lát verða á ferðamannastraumnum til Eyja sem er hið besta mál.

Nú bíður maður spenntur eftir því hvernig veturinn kemur út fyrir þetta skip.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vilja allir til Eyja.  Ég var þar fyrir 20 árum síðan, en einhvern veginn kallar Heimaey alltaf til mín.

Ég fer til Eyja næsta sumar;)

Keypt á DVD mynd um gosið til að sýna vinum mínum í Þýskalandi.  Þeir hafa allir áhuga á því.  Ég hlakka til að sjá hversu margir þeirra koma með mér.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 02:13

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Einsog "allir" vita þá var skipið allt of lítið þegar að það fór 2 ferðir upp í þorlákshöfn.

það sem að verra er að skipið er allt of lítið (þá meina ég fyrst og fremst bíladekkið) núna þegar að það fer 4 - 5 ferðir á dag upp í bakkafjöru.

Pabbi ætlaði að panta far fyrir 1 lítinn tjaldvagn sem að stóð til að færi á mánudaginn.

fór á sunnudag um hádegi en var ekki með veskið með sér, en það var sagt við hann að honum væri alveg óhætt að koma bara með hann, það væri nóg laust með skipinu næstu daga.

hann fór á mánudeginum í hádeginu og ætlaði að bóka þá far.

þá var allt upppantað í næstu 3 ferðum frá eyjum. 

meiri hlutinn er fólk sem að kemur að morgni og fer 1 hring á golfvellinum eða kíkir í sund eða bara skoða eyjuna og fer aftur samdægurs.

þannig að það er gríðarleg aukning á ferðamönnum hérna í bænum.

einsog sést náttúrulega best á þessum tölum, 3 vikur ogt 40 þús manns.

þess  má geta a skipið var að flytja ca 200.000 manns á ári þegar að það fór upp í þorlákshöfn.

Árni Sigurður Pétursson, 13.8.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband