Stöndum öll með Slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum

Stjórn Bandalags háskólamanna, BHM, samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við kjarabaráttu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS.

Ég tek heilshugar undir stuðningsyfirlýsingu BHM, það er hneyksli að það skuli ekki vera löngu búið að semja við þessa menn. Það er einnig  merkilegt hvað fáir hafa ályktað um stuðning við Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn, eins og þeir eru okkur öllum mikilvægir. Við skulum hafa það í huga að það veit engin hvenær við sjálf þurfum á þeim að halda. Við getum lent í slysum hvenær sem er, eða  það komi upp eldur í húsum okkar eða á vinnustað. það er ómetanlegt að eiga þessa þrautþjálfuðu menn að þegar í neyð rekur hvort sem það er vinnuslys, bilslys, eldsvoðar eða önnur áföll sem við meigum eiga von á.  

Slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn  hafa einnig verið duglegir að fara í fyrirtæki og kynna rétt viðbrögð við eldsvoðum og fyrstu hjálp. Þetta hef ég sjálfur reynt á undanförnum árum.

Við skulum því standa með þessu fólki það á það sannarlega skilið af okkar samfélagi.


mbl.is BHM styður kjarabaráttu LSS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað voru mörg félög sem lýstu yfir stuðningi með sjómönnum þegar Alþingi samþykkti að afnema sjómannaafsláttinn?  Það verður að sýna meiri stuðning;)

Ég styð kröfur þessara félaga!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband