Þórður á Skansinum rífur skúra fyrir Ísfélagið

 

Mynd af Þórði á Skansinum
Þessi mynd er af Þórði Magnússyni á Skansinum, hann er þarna  að rífa skúrana þar sem síðar varð saltfiskhús Ísfélagsins Vestmannaeyja.
Þarna eru húsin Gefjun, Valhöll, Sjólyst, Lundur. Steini. Húsið lengst til vinstri heitir Strandberg og síðan sést aðeins í þakið á Skarði. það má leiðrétta mig ef ekki er rétt nöfn á þeim húsum sem ég hef nefnt.
Myndina tók vinur minn  Ómar Kristmannsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, er þessi mynd tekin fyrir gos?

Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 23:52

2 identicon

Helgi... ég held að þetta hafi verið eftir gos...kv frá Hafnarfirði

Jónas K. Eggertsson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 17:43

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Helgi og Jónas, þessi mynd er tekin 1967 eða 1968 segir myndasmiðurinn Ómar Kristmansson, þannig að hún er tekin fyrir Gosið 1973

kær kveðja.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.8.2010 kl. 23:38

4 identicon

Sæll frændi, ég sendi kveðju frá Eyjum, við erum stödd hérna í tjaldvagni ,á tjaldstæðinu hjá Þórsheimilinu. Það er frábært.  Við skruppum til að prófa nýju samgönguleiðina.  Ég er stórhrifin, það er fullur bærinn af ferðafólki.  En í sambandi við myndina ´mér sýnist húsið lengst til vinstri vera Strandberg.  Kveðja úr Eyjum.     Ps. Það er stórt skemmtiferðaskip íhöfninni og annað út á Vík, sem fólkið er flutt í land á litlum bátum.

björk pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 19:58

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Björk og takk fyrir innlitið og upplýsingarnar. 'Eg á eftir að fara með Herjólfi frá Landeyjahöfn, það verður gaman að prófa það.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.8.2010 kl. 23:01

6 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Var faðir Þórðar Magnús á skansinum.

Magnús Gunnarsson, 12.8.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband