Enn er það þyrla LHG sem kemur til Bjargar

 Landhelgisgæslan var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna tilkynningar um leka í bát rétt vestan við Þorlákshöfn. Að sögn hafnarvarðar í Þorlákshöfn gengu björgunaraðgerðir vel.

Enn sannast það hvað við eigum mikið undir því að eiga tiltækar góðar þyrlur með þjálfuðum áhöfnum. Vonandi kemmst þessi bátur að landi með menn og afla, og ef svo verður er það enn ein sönnun þess að við verðum að eiga góðar þyrlur og það ekki færri en fjórar.

Því miður hafa nokkuð margir trébátar sökkið á síðustu árum, og er það umhugsunar efni. Á síðasta ári voru 208 tréskip á Íslenskri skipaskrá í ýmsum verkefnum.


mbl.is Tilkynnt um leka í bát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þessi bátur var ekki á fiskveiðum, heldur ætla Baltasar Kormákur að nota bátinn í kvikmynd, sem fjallar um mannlífið í Eyjum frá gosi 1973 og Hellieyjaslysið kemur þar inní, þessi bátur á að heita Hellisey.

Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 8.8.2010 kl. 10:29

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi þór, já þessi bátur virðist af myndum að dæma ekki vera í góðu ástandi.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.8.2010 kl. 20:19

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þessi bátur var að koma inn í Vestmannaeyjahöfn í kvöld(meira að segja tók landrafmagn), og hann er vikilega hrörlegur, ég er ekki hissa að hann skyldi leka svona mikið.

Kær kveðja til þín og þinna, frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 8.8.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll aftur, Þeir hafa fundið lekan þegar þeir komu inn í Þorlákshöfn, já mér fannst það á myndunum að hann væri hrörlegur. Ætla þeir að sökkva honum í þessari mynd ?.

Við Sökktum nú Sjöstjörnuni VE á sínum tíma rétt norðan við Stóra Örn þegar við vorum að gera tilraunir með Sleppibúnaðinn, ætli þessi bátur sé ekki að svipaðri stærð eða kannski örlítið stærri.

Kær kveðja úr Kópavogi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.8.2010 kl. 22:51

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ég bara veit það ekki hvort þeir ætli að sökkva honum, það verður gaman að fylgjast með þessu tökum á þessari mynd, verst hvað Guðlaugur og aðrir aðstandendur þessa slyss eru ósátt við þennan gjörning.

Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 8.8.2010 kl. 23:10

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ef að ég man rétt, þá er þetta 70 tonna bátur.

en það stendur já til að sökkva honum, reyndar ekki hérna við vestmannaeyjar heldur í helguvík.

eitthvað kafarafélag búið að fá leyfi til þess að sökkva honum með því skilyrði að taka allt úr honum sem að mögulega getur mengað.

en það á semsagt að taka myndband víst af því þegar að hann fer niður og nota það eitthvað í myndinni.

Árni Sigurður Pétursson, 13.8.2010 kl. 21:32

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Nei Árni, ekki sökkva, heldur velta á kjöl.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.8.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband