Viðhorf skipasmiða til stuttu pilsanna

Á þorrablóti Austfirðinga um árið voru þeir skipasmiðir og vísnaskáld Brynjólfur Einarsson og Hafsteinn Stefánsson spurðir um viðhorf þeirra til stuttu pilsanna hjá kvenfólkinu.

 

 

 Brynjólfur svaraði: 

 

Þótt ég fyrir ærinn aldur

ætti að vera gegnum kaldur,

af ástarþrá ég  ennþá smittast

allat þegar pilsin styttast.

 

Hafsteinn svaraði:

 

Þó að hylji fætur föt,

freistingin mig kvelur,

þarna er betra kálfakjöt

en Kaupfélagið selur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband