5.8.2010 | 19:47
Sokkinn bátur í Njarðvíkurhöfn
Ekki færri en 3 bátar hafa sokkið í höfnum á síðastliðnum mánuði, þar af tveir í Reykjavíkurhöfn og einn í Njarðvíkurhöfn.
- Þessar myndir tók ég í dag í Njarðvíkurhöfn af einum af þessum bátum en hann heitir Stormur SH 333 sk.nr. 0586. Ekki er vitað af hverju þessi bátur hefur sokkið en hann hefur legið nokkuð lengi án þess að vera í notkun eða frá árinu 2002.
Það er alltaf hundleiðinleg sjón að sjá sokkin skip, þannig að það þarf nauðsynlega að vera meira eftirlit með þeim skipum sem ekki eru í notkun, en þau skip eru fjölmörg.
Athugasemdir
Ég sá bátinn fyrir um mánuði síðan. Hann var þá kominn í kaf. Er það í lagi að bátar séu látnir vera í kafi í höfnum? Alveg furðulegt.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.