Stjáni frændi að fáann

Stjáni með veiðistöng

 

Kristján Valur 'Oskarsson fyrverandi útgerðarmaður og skipstjóri á Emmu VE 219 er ekki alveg hættur fiskveiðum. Þessi mynd náðist af honum með veiðistöng við bryggjuveiði í Friðarhöfn fyrir Þjóðhátíð. Hann hefur þarna nokkra peyja í vinnu við að húkka af aflanum og sennilega beita líka.

Það hefði verið flott frændi, að eiga svona veiðistöng í gamla daga þegar allt var full af murta í Vestmannaeyja höfn Smile En þá þótti bara gott að vera með prik sem færið var vafið upp á endan Woundering

Myndina tók Ómar Kristmansson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll frændi.

Ég sé að þú ert búinn að gleyma málhættinum ungur nemur gamal temur.

Þessir litlu peyjar báðu mig um að taka aflan af, en það vildi ég ekki gera.

Vegna þess að þeir verða að læra þetta sjálfir, það eru ekki alltaf fullorðið fólk

niður á bryggju til að hjálpa þeim þess vegna þurfa þeir að kunna þetta.

Varðandi veiðarfærin ertu búinn að gleyma þegar við vorum með reknetin?

Lögðum þau fyrir utan bryggjuna fyrir framan VSV henntum út beitu svo þegar

það var komin torfa af ufsa við netin þá fleygðum grjóti fyrir utan torfuna

sem synti þá beint í netið hjá okkur.

Ég man alveg hvað við fengum mest af ufsa, en það væri gama að við hvað þú segir

að við höfðum upp úr veiðunum.

Kveðja Stjáni

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll frændi, jú ég man vel eftir þessu þegar við vorum með reknetin en við þurftum ekki að henda út beitu Sjáni, við lögðum netin fyrir framan rörið sem kom með alskonar fiskúrgang frá VSV . Við vorum svo undir trébrygguni að henda út steinunum. Þarna var mikill grútur og drulla og við vorum töluvert lengi að labba frá SA endanum á Friðarhafnarbryggjunni þar sem var eini staðurinn sem hægt var að komast undir Bryggjuna. Man líka eftir því að hafa verið með baunabyssur að skjóta steinum í sjóinn á torfurnar þarna undir bryggunni.     

 Ég man að við fengum góðan slatta af ufsa í kerru sem við seldum í Gúanóið. Ekki man ég hvað við fengum mikið af aurum, en ég man þó eftir því þegar við fórum saman upp á skrifstofu á VSV og fengum útborgað. Sennilega hefur okkur verið borgað meira en okkkur bar . En það er gaman að rifja upp þessa tíma.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.8.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband