1.8.2010 | 22:13
Mörg falleg skip að sjá á bryggjurúntinum í gær
Myndirnar hér að neðan eru af ofursnekkjunni Octopus sem er 126 metrar að lengd, til samanburðar er Herjólfur um 70 m. langur. Um borð mátti sjá tvær þyrlur og svo er víst einnig um borð tveir kafbátar ásamt mikið af öðrum búnaði.
Eigandi skipsins er Paul Allan annar stofnandi Microsoft. Menn ræddu það á bryggunni að skipið væri hingað komið til að sigla að soknum skipsflökum sem eigandi skipsins hefði áhuga á að skoða. Þetta er óneitanlega glæsilegt skip og vel búið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.