Jón í Sjólyst

Jón í Sjólyst

 

Jón Guðmundsson Sjólyst um borð í bát sínum Hlýra VE 305.

Jón Maríus Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 9. febrúar 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. apríl 2006.

Myndina tók ég 1998.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Alltaf gaman að sjá gamlar myndir.

Blessuð sé minning þessa frænda míns, en pabbi og hann voru systrasynir.

góð kveðja.

Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.7.2010 kl. 23:09

2 identicon

Sæll Simmi.

Ég þakka fyrir góða síðu, sem ber eiganda gott vitni. Tryggð við eyjarnar og upplýsingar um gamalt og svipmikið mannlíf, heiðaleiki þinn og meðfædd gagnrýnin hugsun, og ekki síst linnulausrar baráttu fyrir öryggi sjómanna. Mig rámar í áhugamannafélag sem þú stofnaðir fyrir þrjátíu árum til að þrýsta á stjórnvöld að halda vöku sinni og styðja við verk Sigmunds og Kúta á Háeyri.

p.s.

 Muggur í Garðshorni tók langt og skemmtilegt viðtal við Jón í Sjólyst, nokkru mánuðum áður en Jón lést. Hlýra Ve 305 fylgdi mikil gæfa áratugina sem ,,Bæarar" sigldu.

                        Kveðja Óskar

Óskar Þórarinsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrun María, já Jón í Sjólyst var finn kall og skemmtilegur. Ég hafði mjög gaman af því að spjalla við hann var einn af þessum mönnum sem hafði skoðanir á hlutunum, virkilega góður maður sem setti svip á bæinn og sérstaklega höfnina þar sem maður hitti hann oftast.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.7.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óskar og takk fyrir innlitið og góð orð um síðuna mína. Já það er gaman að grúska og rifja upp það skemmtilega mannlíf sem var í Eyjum þegar maður var upp á sitt besta. Það eru margir menn sem eru mér minnisstæðir og það er gaman að halda minningu þeirra á lofti. Það sýnir sig líka, að sem betur fer eru margir sem hafa gaman að því að skoða þessar gömlu myndir og texta sem þeim fylgir.

Það gleður mig að sjá að menn skuli muna eftir því að við stofnuðum Félag áhugamanna um öryggismál sjómanna með aðeins eitt markmið og það var að auka öryggi sjómanna. Við vorum 18 menn í félaginu, menn sem voru búnir í nokkur ár að vinna að þessum málum. Þarna unnu saman sjómenn úr öllum sjómannafélögum í Eyjum ásamt útgerðarmönnum og Sigmund. Við náðum góðum árangri t.d: Öryggi við netaspil sem útrýmdi slysum víð þau spil, Losunar og sjósetningarbúnaðurinn sem hefur bjargað tugum sjómanna, Björgvinsbeltið sem einnig hefur bjargað tugum sjómanna, ljós í bryggustiga sem einnig hefur bjargað mönnum og við gerðum tillögur að öryggisbúnaði hafna sem síðar var notað í nýja reglugerð um öryggi hafna. Við gerðum margar tilraunir með öryggisbúnað t.d. sökktum 60 tonna bát og margt fleira gæti ég talið upp. Allir sem einn unnum við þetta í sjálfboðavinnu og fengum styrki frá nokkrum félagasamtökum í Eyjum og útgerðum. Þetta var ánæjulegur tími og vonandi er þessi áhugi enþá fyrir hendi í Eyjum.

Það væri gaman að fá þetta viðtal sem Muggur tók við Jón.

Kær kveðja og við Kolla biðjum að heilsa Ingu

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.7.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband