11.7.2010 | 14:28
Ljóð eftir Páll H. Árnason í Þorlaugargerði
Páll H. Árnason fæddist á Geitaskarði í Langadal 5. ágúst 1906. Hann flutti til Vestmannaeyja frá Húnavatnssýslu 1951 með Guðrúnu Aradóttur konu sinni og sonum. Hann bjó að Þórlaugagerði vestra , einum af ofanbyggjarabæjum í sveitinni í Eyjum. Í Þórlaugargerði bjuggu þau Páll og Guðrún til 1985 er þau fluttu sig um set niður í bæ eins og sagt er.
Páll lést í janúar 1991.
Eldri Eyjamenn muna örugglega vel eftir Páli í Þorlaugargerði en hann ferðaðist um bæjinn á dráttarvélinni sinni. Eftirminnilegur maður sem gerði að mér er sagt mörg ljóð og vísur sem því miður eru ekki allar til á blaði, en þessi eru geymd í umræddi Þjóðhátíðarblaði.
Ljóðin; Þjóðhátíð '80 og Segulbandstjórinn.
Þjóðhátíðardraumur 80
Sumargleði sanna bera
í sælu Dalnum piltur, freyja.
Fágað allt sem fremst má vera,
á friðarhátíð Vestmannaeyja.
Aldursþroski og friðarblómi,
að ævintýrum vinna snjöllum.
Alsgáð skemmtun ein, er sómi,
okkar jarðar töfrahöllum
Segulbandsstjórinn
Hljómleika hann heldur
því hann á segulbönd
og vorstraumum hann veldur,
sem verma hugans lönd.
Frá Grímsey norðan gekk hann ,
sú girt er íshafs mar,
í nestið náttsól fékk hann,
af nægtum skín hún þar.
Hann lætur ljúfar drósir
hér leika og syngja kátt,
þær anga einsa og rósir
og æfa hörpuslátt.
Hann lúinn öldung yngir,
svo ærslast nikkan hans,
en kátt hvert lagið klingir
og hvetur alla í dans.
Fljúg þú, fljúg þú klæði,
já fljúg þú loftin blá.
Syng þú, syng þú kvæði
já syng um ást og þrá.
Slá þú, slá þú strengi
já slá þú skæran hljóm.
Vinn þú, vinn þú lengi
já vinn þú burt hvert tóm.
P.H.Á.
Ljóðin fann ég í gömlu Þórs Þjóðhátíðarblaði frá 1980.
Athugasemdir
Gaman að lesa falleg ljóð Þú virðist eiga ógrinni af skemtilegu efni ég er ekki hissa á öllum þessum fjölda sem skoðar síðuna þína hún er mjög skemtileg að ég tali nú fyrir okkur eyjamenn og konur Simmi hefurðu lesið ljóðabækurnar eftir hann Hafstein frænda kveðja H P
Helga Péturstóttir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 15:25
Heil og sæl frænka og takk fyrir innlitið og góð orð um síðuna mína. Já Helga ég hef safnað mikið af bókum og blöðum frá Eyjum og grúska mikið í þessu efni þegar ég hef tíma. Ég á tvær ljóðabækur eftir Hafstein Stefánsson sem heita Leindarmál steinsins, og Töfrar steinsin þessar ljóðabækur þikir mér mjög vænt um og eru þær þvi oft á borðinu hjá mér. Ég þekkti Hafstein nokkuð vel og hafði mjög gaman af því að tala við hann, hann var einn af þessum öðlingsmönnum sem maður sóttist eftir að hitta og tala við um hin ýmsu málefni. Ég veit ekki til að hann hafi gefið út fleiri ljóðabækur eða voru þær fleiri?
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.7.2010 kl. 15:50
Hann gaf út tvær hann frændi, frændi
. Í kvæðinu Heimaey segir hann: Hún er demantur drottins í sænum/ hún er djásnið í möttlinum hans.
Þess má geta að frænka okkar Helgu systir, Helga Unnarsdóttir myndskreytti seinni bókina. Unnar var dóttir Helgu móður pabba.
GOLA RE 945, 11.7.2010 kl. 16:35
Já þær voru bara tvær ég á þær báðar Hafsteinn gaf mér þær þær hefðu getað orðið fleiri margir kunna ljóð og vísur eftir hann sem aldrei hafa verið birtar kv frá skaganum
Helga Péturstóttir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 19:10
Ég var að koma heim ú smarbústað heldurðu að hafi ekki beðið mín sending frá eyjum humar lúða ysa mmmm dásamlegt kv HP
Helga Péturstóttir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 20:17
Heilar og sælar systur , já ég hélt að bækurnar hefðu aðeins verið tvær. En margar vísur Hafsteins eru í Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja, Blik, Þjóðhátíðarbloðum og eflaust miklu fleiri blöðum og bókum. Það er gaman að lesa þessar vísur og kvæði Hafsteins vegna þess að maður kannast við það umhverfi sem þær oft fjalla um. Það er gaman að hafa þessar myndskreytingar í bókunum með þessum flottu myndum, ég vissi ekki hver þessi Helga unnarsdóttir var fyrr en þú sagðir mér það nú Halla. Alltaf gott að fá nýjan fisk Helga
en Halla veiðir örugglega sinn fisk á Golu RE 945
Kær kveðja til ykkar héðan úr Kópavogi.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.7.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.