Róið á þurru landi

 Róið á þurru landi

 

Stefán Guðlaugsson frá Gerði, sem var formaður í Eyjum í 47 vertíðir, situr hér undir árum á þurru landi með tveimur sonarsynum sínum þeim. Þeim Stefáni Stefánssyni við stýrið og Stefáni Geir Gunnarssyni.

Ekki er ég viss um úr hvaða blaði þessi úrklippa mín er, en í texta undir myndinni stendur: Mynd þessa fann Gísli Grímsson í filmusafni sínu og mun hún tekinn árið 1958.

 

Öll þessi hús sem þarna sjást og þetta lendsvæði fór undir hraun 1973.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá þessa mynd af afa mínum, bróður og frænda eða nöfnunum þremur.  Maður átti nú líka góðar minningar frá Ólafshúsum sem sést í bakgrunni hjá þeim sæmdarhjónum Ólu og Ella, við krakkarnir vöktuðum kallinn og vorum ávallt mætt þegar hann var að gefa rollunum sínum, svo gerði Elli kallinn smá bálköst handa okkur litlu krökkunum á gamlárskvöld þegar hin stóru voru að safna í sína brennu.

kv. Valur St.

Valur St. (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 20:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Gaman að sjá þessa gömlu mynd.

kveðja.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.7.2010 kl. 23:12

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll Simmi Koló.

Frábær mynd og melódísk. Sjómenn róa á þurru landi. En, hvað ungur nemur gamall temur, kemur strax upp í hugann.

Valmundur Valmundsson, 9.7.2010 kl. 21:23

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl öll þrjú og takk fyrir innlitið já maður getur endalaust verið að blaða í þessum gömlu myndum og frásögnum, allavega er ég þannig og nota mikið af mínum frítíma í svona grúsk. Valmundur ég var einmitt að hugsa um að hafa;  "hvað ungur nemur gamall temur" sem texta undir myndinni, þannig að hún virkar eins á okkur.

Kær kveðja til ykkar úr Kopavogi.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.7.2010 kl. 21:51

5 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar,Það er frábært að sjá þessa stráka og kallin í Gerði,maður var oft að leik með þessum strákum á þessum árum,en ártalið er það sama og þegar faðir minn fórst 1958.

Hafðu þökk fyrir skemmtilega síðu kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 10.7.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband