6.7.2010 | 16:44
300,000 flettingar á nafar blogg
300,000 flettingar eru komnar á nafar blogg.is
Ekki flaug mér í hug þegar ég opnaði þessa bloggsíðu mína að svo margir ættu eftir að koma inn á hana og skoða það sem ég er að blogga.
Það er virkilega gaman og virkar hvetjandi að svo margir skuli hafa áhuga á þessu efni sem er að miklu leiti tengt Vestmannaeyjum, gamla tímanum og mínum áhugamálum.
Mig langar að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem heimsækja síðuna mína fyrir heimsóknir og athugasemdir.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Til hamingju Sigmar!!!! Þú þarft ekki að vera neitt hissa á þessari umferð því síðan þín er virkilega áhugaverð þar er mikill fróðleikur og frásagnir þínar eru mjög fróðlegar og góðar svo og pistlar þínir um öryggismál sjómanna sem mikil þörf er á. Takk fyrir góða síðu...
Jóhann Elíasson, 6.7.2010 kl. 17:03
Heill og sæll Jóhann takk fyrir þetta, ég veit eiginlega ekki hvernig ég að svara þér Jóhann, held ég eigi nú ekki skilið allt þetta hól
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.7.2010 kl. 17:40
Ef það er enginn annar sem skrifar á síðuna þína þá áttu þetta hól alveg skilið og finnst mér að ég hafi frekar dregið úr en hitt......
Jóhann Elíasson, 6.7.2010 kl. 19:30
Þetta er vel af sér vikið,þetta slagar upp í fjölda allra Ísledinga.kv
þorvaldur Hermannsson, 6.7.2010 kl. 23:53
Blessaður frændi!! Ég tek undir með þeim Jóhanni og Valda. Síðan þín er mjög góð, bæði fróðleg og skemmtileg, hún er einhverskonar tenging við Eyjarnar og fólkið sem þar býr, og ekki síður þá sem eru farnir. Eins hef ég (og áreiðanlega fleiri) mjög gaman af öllum þessu gömlu myndum sem þú hefur verið að sýna okkur af Eyjafólki og athafnalífi til sjós og lands. Takk fyrir það Simmi. Kveðja til þín og Kollu.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 16:09
Sæll Sigmar, ég þakka þér líka fyrir þessa góðu vináttu sem við höfum átt hér á blogginu, og ég óska þér til hamingju með þennan áfanga.
ég bið kærlega að heilsa frúnni.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 8.7.2010 kl. 04:56
Til hamingju með þetta Simmi og alltaf gaman að fylgjast með skrifum þínum.
kv. Valur
Valur St. (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 20:37
Heil og sæl öll, það er gaman að fá jákvæða umfjöllun um síðuna mína sem virkar auðvitað hvetjandi.
Ég skila kveðjunum og sendi sömuleiðis kveðju til baka.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.7.2010 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.