Nýsmíði fyrir Ós ehf er nú komið til Skagen

Nýsmíði fyrir ÓS ehf komin til Skagen

Þetta glæsilega skip er í smíðum fyrir Sigurjón Óskarsson og fjölskyldufyrirtæki hans ÓS ehf   sem gerði út Þórunni Sveinsdóttir  en það skip hefur nú verið selt. 

Nýja skipið er smíðað í Pollandi en á að innrétta það í Skagen í Danmörku. Þangað kom það fyrir nokkrum dögum og á  skipið að vera tilbúið í nóvember ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Myndina tók ég traustataki af síðu ÓS ehf.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Af hverju er hann með einkennistafina NB-409,kv

þorvaldur Hermannsson, 5.7.2010 kl. 23:00

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorvaldur, þetta er sennilega smíðanúmer skipsins en öll nýsmíði fær ávalt nýsmíðanúmer. Ég er raunar að giska á þetta.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.7.2010 kl. 23:53

3 identicon

Glæsilegt skip,  eins og vænta mátti.

Kv

Gísli

Gísli Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 23:56

4 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Það verður spennandi að sjá fleyið þegar það kemur til landsins,fallegt lag á því og virðist frekar hátt í sjó,en væntanlega á það eftir að síga talsvert þegar búið verður að setja ballest og olíur og annað sem tilheyrir um borð,en miðað við kúluna og að toppurinn á henni verði upp úr sjó í höfn ætti skipið að vera frekar hátt.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 6.7.2010 kl. 13:41

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Gísli og Sigurlaugur og takk fyrir innlitið, Já  þetta er glæsilegt skip enda ekki við öðru að búast frá frædum mínum . Það er nú ekki mikið að marka djúpristuna Sigurlaugur fyr en allt er komið um borð, það vantar spilin og örugglega allt á vinnsludekkið ásamt vatni, olíu og margt fleira.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.7.2010 kl. 17:31

6 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Nei rétt Sigmar,ég gerði eiginlega ráð fyrir því að svo væri,en fallegt er lagið á skipinu.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.7.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband