30.6.2010 | 21:30
Áttræður öldungur gerði vísu til konu sinnar
Áttræður öldungur hafði verið í hjónabandi í nálega 60 ár.
Þá gaf hann konunni sinni þetta vísukorn, sem hann orti til hennar.
Ástarvísa.Þótt ellin mæði , ekki dvín
ástar hreini blossinn;
enn mér hugnast atlot þín
eins og fyrsti kossinn.
Lesandi góður sem e.t.v. hefur verið giftur nokkur ár,
mundirðu af hjarta geta tekið undir með gamla manninum ?
Ef svo er , þá ertu einstaklingur hamingjunnar.
Úr ritinu Blik 1969
Athugasemdir
Sæll Sigmar.
Þessi er alveg yndisleg.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.7.2010 kl. 00:17
Kæri fræni það er svo gaman að fylgjast með færslonum þínum ég kíki alltaf á þær þakka fyrir eyja fréttirnar og allt annað efni bið að heilsa Kollu
Helga Péturstóttir (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:33
Heil og sæl Guðrun María, já hún er góð þessi en verst að vita ekki um höfundin.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.7.2010 kl. 17:13
Heil og sæl Helga frænka, takk fyrir góð orð um síðuna mína, alltaf gaman að fá þess háttar atguhasemd. 'Eg skila kveðjunni og sömu leiðis biðjum við að heilsa.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.7.2010 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.