27.6.2010 | 21:08
Áhöfnin á Þór VE myndin var tekin á Akureyri 1924.
Áhöfnin á Varðskipinu og björgunarskipinu Þór VE sem var fyrsta björgunar- og Varðskip Íslendinga.
Ein fyrsta skipshöfnin á ,, Vestmannaeyja- Þór Fremsta röð frá vinstri: Jón ?? , 2. vélstjóri; 2. Guðbjartur Guðbjartsson, 1. vélstjóri; 3. Jóhann P. Jónsson, skipherra; 4. Friðrik V. Ólafsson , 1. stýrimaður; 5. Einar M. Einarsson , 2. stýrimaður; 6. Lundquist,, kanoner
( hann kenndi að nota fallbyssuna). Miðröð frá vinstri: 1. Jón Jónsson, léttadrengur, (seinna skipherra); 2. Helgi ?? , kyndari; 3. Páll Guðbjartsson, kyndari; 4. Edvard friðriksson, bryti; 5. Skúli Magnússon Loftskeytamaður. Aftasta röð frá vinstri: 1. Sigurður Bogason frá Stakkagerði, háseti síðast skrifstofustjóri Vestmannaeyja kaupstaðar ( heimildarmaður að skýringunni á myndinni) ; 2 Þórður Magnússon , háseti, 3 Þórarinn Björnsson, bátsmaður, síðar skipherra; 4 Þorvarður Gíslason, háseti síðar skipherra; 5Magnús ?? , háseti.
Myndir þessar voru teknar á Akureyri sumarið 1924, en það sumar var fallbyssan sett á Þór, áður en farið var norður til eftirlits með síldarflotanum.
Myndirnar lánaði mér Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum en faðir hans var háseti á Björgunar og varðskipinu Þór og átti hann þessar myndir.
Seinni myndin er tekin á sama tíma.
MS Þór kom til Vestmannaeyja 26. mars 1920 hreppti hann vont veður á heimleiðinni.
Vestmannaeyingar höfðu eignast fyrsta björgunar- og varðskip við Ísland. Þau sem fyrir
voru voru dönsk. Þór byrjaði giftursamlega sín björgunarstörf, bjargaði bát og áhöfn
austur af Eyjum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.