27.6.2010 | 13:23
Höfum við efni á að fækka þyrlum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna svifdreka sem brotlenti í Spákonufelli sem er fyrir ofan Skagaströnd. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðvesturlandi voru kallaðar út.
Nú nýlega var tekin sú kvörðun að endurnýja ekki leigusamning einnar af þremur þyrlum Landhelgisgæslunar, en leigusamningurinn rennur út nú um mánaðarmótin. Í kjölfarið mun landhelgisgæslan aðeins hafa tvær þyrlur í þjónustu sinni. Þegar Georg Lárusson forstjóri LHG var spurður á dögunum hvort nægði að hafa tvær Þyrlur svaraði hann:,, Auðvitað vildum við hafa hér fjórar vélar eins og talin er þörf á en nú árar illa svo þetta er það skásta sem við teljum okkur geta gert. Starfsemi Landhelgisgæslunar hefur verið skorin niður um 40 til 45% frá árinu 2008.
Maður spyr sig er einhver glóra í þessu að skerða svo öryggi landsmanna að það geti kostað mannslíf. Öryggi sjómanna er verulega ábótavant með fækkun á þyrlum, og við skulum einnig hafa í huga að öryggi þyrluflugmanna og áhafna á þyrlunum er einnig verulega skert ef ekki er til varaþyrlur. Þyrlur geta bilað eins og margoft hefur komið fyrir, þá verður að vera til aukavél til aðstoðar eða bjargar, því oftar en ekki eru þessi tæki kölluð út í slæmum veðurskilyrðum.
Það er undarlegt að hægt sé að eyða hundruðum miljóna í umsókn í ESB þegar vitað er að meirihluti landsmanna er á móti þessari aðild. Þá er með ólíkindum að enn er verið að henda hundruðum miljóna eða réttara sagt miljörðum í Hörpu tónlistarhúsið sem aldrei á eftir að vera nema baggi á þjóðinni. Að ég tali nú ekki um þá peninga sem settir eru í margumræddar erlendar herflugvélar sem fljúga hér umhverfis landið engum til gagns. Svona mætti lengi telja.
Væri ekki nær að setja þessa peninga í LHG og þar með bæta öryggi Sjómanna og allra landsmanna. Við höfum ekki efni á því að fækka þyrlum og minka öryggi landsmanna.
Brotlenti á Spákonufelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er svo komið,að Landhelgisgæslan hefur leigt eftirlitvél sína,sem og eitt varðskipið til verkefna erlendis.Hér er verið að ná inn fjármagni.
Þessi ráðstöðun er eitthvað sem fæst ekki skilið,þar sem að ekki fæst uppgefið,hvað fæst í leigu,og hver er kostnaður við að leiguna.Sem sagt hver verður í raun hagnaður.Þá velltur maður fyrir sér,hvort hagnaður fer óskiptur til Gæslunnar.
Ég tel að ef einhver hagnaður verður, mun hann frekar minnka framlag ríkisins til Gæslunnar,sem því nemur.Það verður að endurskoða ímynd Gæslunnar,gera ríkistjórninni ljóst að hún treystir sér ekki til að halda uppi eftirliti,sem og björgunnarstörfum hér við land og landhelginni, ber henni að leita aðstoðar hjá alþjóða öryggis-og björgunarstarfsemi.
Ingvi Rúnar Einarsson, 28.6.2010 kl. 11:54
Heill og sæll Ingvi Rúnar og þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd. Já það er undarleg forgangsröðun hjá þeim sem peningavaldið hafa. Kannski vantar góða menn eða konur til að útskýra fyrir stjórnvöldum hvað í raun og veru þeir eru að gera, það getur varla verið að menn skerði svona öryggi landsmanna nema í hugsunarleysi.
Þettar er góður púnktur hjá þér Ingvi Rúnar: ,, Það verður að endurskoða ímynd Gæslunnar,gera ríkistjórninni ljóst að hún treystir sér ekki til að halda uppi eftirliti,sem og björgunnarstörfum hér við land og landhelginni, ber henni að leita aðstoðar hjá alþjóða öryggis-og björgunarstarfsemi,,.
Ég tek undir þetta.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.6.2010 kl. 21:17
Núna í dag er gæslan með eina Super pumu í gangi og aðra í stórri skoðunn..
það þarf mjög lítið að koma upp á til að þessi eina þurfi líka meðhöndlun flugvirkja og þá er enginn þyrla eftir !
ÞEtta er mjög slæmt mál.... fyrir sjómenn og ekki síst aðra í landinu... stærst ferðahelgi sumarsins um næstu helgi..
Bestu kv gilli
gisli gislason Þyrluflugmaður. (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 17:35
Heill og sæll Frændi og takk fyrir þessa athugasemd. Já Gísli þetta er mikið alvarlegra vandamál heldur en menn alment gera sér grein fyrir, það er t.d. ekkert grín að senda þyrlu langt út í haf til bjargar mönnum í neyð, ef ekki erönnur þyrla tiltæk ef eithvað kemur fyrir þyluna sem send er í björgunarstarf. Það mætti nú heyrast meira í forustumönnum stéttarfélaga hvað þetta óöryggi varðar, fáir af þeim hafa tjáð sig um þessi mál.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.6.2010 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.