26.6.2010 | 19:23
Hafnardagar bæjarhátíð Þorlákshafnar
Svona er Sjómannadagurinn auglýstur í Þorlákshöfn, þessum stóra útgerðarbæ. Ætli sjómenn í Þorlákshöfn séu ánægðir með þetta ??, ekki trúi ég því.
Þetta eru afleiðingar þess að sjómenn mótmæla ekkí að Sjómannadagurinn í Reykajvík er nú uppnefndur Hátíð hafsins.
Af hverju fá sjómenn ekki að hafa Sjómannadaginn fyrir sig???.
Ein vinsælasta hátíð á Sjómannadaginn er nú í Grindavík þar sem sjomannadagshátíðin er nefnd Sjóarinn síkáti sem er góð tilvitnun og engin er í vafa um að hátíðin er tengd sjómönnum og Sjómannadeginum. Gott hjá Grindvíkingum.
SjÓMENN HÖLDUM VÖRÐ UM SJÓMANNADAGINN HANN ER OKKAR DAGUR
Athugasemdir
Sæll Sigmar.
Mikið er ég innilega sammála þér.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.6.2010 kl. 23:24
Góður pistill. Nú á að setja þetta upp í einhverjar bæjarkarnivalhátíðir en mér finnst það nú ekki lýsa miklu hugmyndaflugi, hjá þeim sem standa að þessu rugli, að geta ekki fundið annan dag í þetta húllumhæ sitt en sjómannadaginn.
Jóhann Elíasson, 27.6.2010 kl. 00:46
Heil og sæl Guðrun María og Jóhann og takk fyrir þessar athugaemdir, já er furðulegt að sjómenn skuli ekki fá að hafa þennann dag í friði og enn undarlegra að sjómenn skuli ekki vera meðvitaðri um gildi hans.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.6.2010 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.