Hafnardagar bæjarhátíð Þorlákshafnar

Hafnardagar í Þorlákshöfn

 Svona er Sjómannadagurinn auglýstur í Þorlákshöfn, þessum stóra útgerðarbæ. Ætli sjómenn í Þorlákshöfn séu ánægðir með þetta ??, ekki trúi ég því. 

Þetta eru afleiðingar þess að sjómenn mótmæla ekkí að Sjómannadagurinn í Reykajvík er nú uppnefndur Hátíð hafsins.

Af hverju fá sjómenn ekki að hafa Sjómannadaginn fyrir sig???.

Ein vinsælasta hátíð á Sjómannadaginn er nú í Grindavík þar sem sjomannadagshátíðin er nefnd Sjóarinn síkáti sem er góð tilvitnun og engin er í vafa um að hátíðin er tengd sjómönnum og Sjómannadeginum. Gott hjá Grindvíkingum.

SjÓMENN HÖLDUM VÖRÐ UM SJÓMANNADAGINN HANN ER OKKAR DAGUR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Mikið er ég innilega sammála þér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.6.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður pistill.  Nú á að setja þetta upp í einhverjar bæjarkarnivalhátíðir en mér finnst það nú ekki lýsa miklu hugmyndaflugi, hjá þeim sem standa að þessu rugli, að geta ekki fundið annan dag í þetta húllumhæ sitt en sjómannadaginn.

Jóhann Elíasson, 27.6.2010 kl. 00:46

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrun María og Jóhann og takk fyrir þessar athugaemdir, já er furðulegt að sjómenn skuli ekki fá að hafa þennann dag í friði og enn undarlegra að sjómenn skuli ekki vera meðvitaðri um gildi hans.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.6.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband