Í Eyjum um síðustu helgi

 

IMG_5356

 Um síðustu helgi var ég staddur í Eyjum og eins og vanalega keyrði ég um Heimaey til að skoða mig um.

Eyjarnar skarta sínu fegursta á  þessum tíma, það er því gaman að keyra um og skoða þær breytingar sem orðið hafa á þeim 12 árum sem liðin eru frá því við fluttum frá Eyjum.

Miklar breytingar hafa orðið í bænum, fjöldamörg hús eru horfin og önnur ný komin í staðinn. Mörg af þessum gömlu húsum máttu nú  hverfa en maður saknar þó húsa sem voru falleg eins og Baldurhaga. En þar er komið fjölbýlishús sem að mínu mati er í stærra lagi. 

 Það sem kom mér mest á óvart er risastór bygging í Herjólfsdal sem að mínu mati skemmir Dalinn, það er með ólíkindum að þetta skuli vera samþykkt af bæjaryfirvöldum. Ég ræddi þetta við marga vestmanneyinga og flestallir sem ég talaði við voru hundóánægðir með þessa framkvæmd, sem er sögð gerð vegna þess að reiknað er með aukningu á þjóðhátíðum næstu árum.                                 Lítil umræða hefur farið fram um um þetta að sögn þeirra sem ég talaði við og er það sennilega vegna þess að eyjamenn verða að sína samstöðu Frown  Maður hugsar með sér hvað golfararnir gera til að verja glæsilegan golfvöll yfir þjóðhátíðina, það hlítur að vera áhyggjuefni fyrir þá að fá13 til 15 þúsund mans á þjóðhátíð.

 

IMG_5341

 

Blátindur var á sínum stað og litill sómi syndur enda ekki á réttum stað í goggröðinni.

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5352


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilviljanirnar í lífinu eru skemmtilegar.  Þetta byrjaði með skemmtiferðaskipinu sem við skoðuðum þarna í lok maí.  Svo var það þetta með Reykholt.  Við fjölskyldan mættum einmitt þar á laugardagskvöldið til að hitta Eyjamenn í útilegu.  Og nú kemur í ljós að við höfum verið í Eyjum á sama tíma um síðustu helgi  þetta er bara skemmtilegt.  Við mæðgurnar fórum í Eyjaferð s.l. helgi og áttum yndislegar stundir.  Við hljótum að hittast í sumar, Simmi - hvað heldur þú?  Bestu kveðjur til ykkar Kollu frá okkur hér á Selfossi.

Guðný Ingvars (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 09:27

2 identicon

Blessaður Sigmar.

Ekki gerði ég mér grein fyrir að Eyjarnar mínar væru svona ömurlegar. Baldurshagi of stór, bygging sem skemmir Dalinn og Blátindur illa hirtur. Ekki gott til afspurnar.

kveðja úr Eyjum, Gísli

Gísli Valtýsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 10:57

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðný, já það er merkilegt að við skulum ekki hafa hitt þig á Reykholti en við fóru tvisvar að hitta eyjafólkið og fórum þá yfir endilangt svæðið. Í Vestmannaeyjum vorum við í tvo sólahringa en þeir fóru að mestu í heimsóknir til ættingja og vini. Jú Guðný eflaust hittumst við í sumar, við ætlum að vera dugleg að ferðast með fellihýsið  og vera mikið á ferðinni.

Við Kolla biðjum sömu leiðis að heilsa héðan úr Kópavoginum.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.6.2010 kl. 16:46

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gísli, Þetta er nú ein furðulegasta athugasemd sem ég hef fengið á bloggið mitt. Að ég haldi því fram að Eyjan mín sé svona ömurleg er af og frá. Það hef ég aldrei sagt enda þikir mér afar vænt um mína heimabyggð þar sem ég er fæddur og bjó í 52 ár. Þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu hljóta að hafa tekið eftir því hvað Eyjarnar mínar eiga stórann þátt í mínum huga, þess vegna finnst mér ég geta haft skoðanir á þessum hlutum og spyr engan um leyfi til þess. Ekki síður þikir mér vænt um það fólk sem þarna býr og hefur búið undanfarin ár. Það er með ólíkindum hvernig þú Gísli les eða túlkar  þetta út úr þessu bloggi mínu, en auðvitað eru til skýringar á öllu.

Ég sagði í þessari færslu: “Eyjarnar skarta sínu fegursta á þessum tíma, það er því gaman að keyra um og skoða þær breytingar sem orðið hafa á þeim 12 árum sem liðin eru frá því við fluttum frá Eyjum” og síðan held ég áfram: Miklar breytingar hafa orðið á bænum, fjölmörg hús eru horfinn og ný kominn í staðinn. Mörg af þessum gömlu húsum máttu nú hverfa en maður saknar þó húsa sem voru falleg ein og Baldurshaga. En þar er komið fjölbýlishús sem að mínu mati er í stærra lagi”.   Er hægt að túlka þessi skrif mín á þann veg að Eyjarnar  séu ömurlegar ???. Það er ekki hægt með neinu móti.

Þá er komið að kjarna málsins, auðvitað er ástæðan fyrir því að þú Gísli setur þessa furðulegu athugasemd inn hjá mér, að ég dirfist að gagrýna þessa ömurlegu byggingu í Herjólfsdal, byggingu sem eyðileggur þessa perlu Vestmannaeyja, ég hef ekki enn hitt þann mann sem er jákvæður gagnvar þessum steypukumbalda í miðjum dalnum. Það er  ömurlegt  að horfa upp á þessa eyðileggingu á Dalnum , og furðulegt að bæjaryfirvöld skuli samþykkja þessi ósköp.

Ég veit það Gísli minn að þú hefur engan áhuga á Blátindi frekar en margir aðrir sem ráða ferðinni í Eyjum, áhugi þeirra sem nú ráða er á öðru sviði sem ég þarf ekki að útskýra hér. Blátindur VE hefur ekki fengið fjarmagn frá bænum, þess vegna sagði ég að hann væri ekki á réttum stað í goggunarröðinni.
Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.6.2010 kl. 21:39

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ég held að það sé nú ekkert að marka með þessa byggingu þarna inn í dal núna þegar að hún er í byggingu.

Einsog þú sagðir sjálfur, steypukumbalda

en ég hugsa að þetta geti nú alveg verið í góðu lagi ef að það er alminnilega gengið frá þessu.

núna i augnablikinu er þetta náttúrulega alveg fáránlegt :)

en þetta með baldurshagann (latabæ) er ég alveg sammála þér, alltof stór bygging að mínu mati, fremur klunnaleg í miðbæjinn finnst mér.

en guði sér lof þá er nú farið að sjást fyrir endann á þeirri byggingu. 

ef að ég man rétt þá var tekin skóflustunga af baldurshaganum á sama tíma og turninum kópavogi.

Árni Sigurður Pétursson, 23.6.2010 kl. 21:57

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni Sigurður og þakka þér innlitið. Þetta er bara hluti af þessum kumbalda það á eftir að koma hæð ofan á þetta skilst mér.

Mér finnst Baldurshagi vera frekar yfirgnæfandi þarna í miðbænum, og ég hef heyrt fleiri Eyjamenn tala um það. Aftur á móti finnst mér í lagi með nýja húsið þar sem löggustöðin var, það einhvernvegin  fellur vel inn í umhverið.

Turninn er nú hér beint fyrir framan mitt heimili og það gekk nú vel að byggja hann, en það er annar turn við Smáralind sem átti að vera 25 hæðir held ég en það er nú bara kominn kjallari og tvær hæðir og nú er allt búið að vera stopp í tæp tvö ár. 

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.6.2010 kl. 23:02

7 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Já en sko það er búið að vera vinna í baldurshaganum allan þennan tíma :)

ekkert verið stoppað :)

en já, ég er reyndar sammála þér mér "grjótið" mér finnst það koma vel út, bý einmitt á móti því og það hús finnst mér í mjög góðu lagi.

Árni Sigurður Pétursson, 24.6.2010 kl. 01:59

8 identicon

Blessaður Simmi.
Ég bið þlg afsökunar á þessu frumhlaupi mínu. Þetta var ekki sanngjarnt, ég veit það og ég á mér ekki málsbætur.
- Í mér leynist stundum pirringur út í fólk sem átt hefur hér heima og virðist oft smjatta vel, ef eitthvað gengur illa hjá okkur í Eyjum, sérstaklega varð maður var við þetta fyrir nokkrum árum, þegar allt gekk á afturfótunum í Eyjum. Nú eru að mínu mati breyttir tímar með mikilli uppbyggingu og góðri stöðu Vestmannaeyja, sem ég er afar stoltur af. Ég læt það því fara í pirrurnar á mér þegar það góða í Eyjum er látið liggja milli hluta, en það sem fólki finnst neikvætt gert að aðalatriði.
- Hafðu það annars alltaf  sem best minn kæri vinur og vonandi sjáumst við á árgangsmóti í sumarlok.
kv. Gísli

Gísli Valtýsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:09

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gísli minn  og þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd. Það er ekki skemmtilegt að standa í deilum við góða vini sína, þess vegna gladdi það mig mikið að fá þessa afsökunarbeiðni. Ég var búinn að setja mig í gírinn því ég bjóst við að þú myndir svara mér á svipuðum nótum og þú skrifaðir fyrst. En þetta er góður endir á þessum skrifum og vonandi erum við  og verðum afram góðir vinir.

Við sjáumst Gísli minn  vonandi í sumar

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.6.2010 kl. 18:34

10 identicon

Sæll Simmi,ég er ein fárra sem þori að segja sammála,mér finnst allt of mikið dálæti á steinsteipu við líði  hér og hef talað við nokkra sem eru miður sín yfir hvernig er verið að fara með dalinn,ég hefði viljað hafa dalinn friðaðann,ég er ekkert á móti íþróttum en þær stjórna of miklu hér í bæ.bestu kveðjur Magga.

margrét júlíusdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 21:08

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Margrét og takk fyrir innlitið. Já það er mjög undarlegt að ekki skuli vera meiri umræða um þetta í blöðum miðað við hvað fólk er heitt út í þess framkvæmd. Það er eins og fólk þori ekki að tjá sig. Það er mikil breyting á Eyjamönnum ef menn í Eyjum þora ekki að hafa skoðanir á hlutunum. Það er heldur ekki gott ef menn hafa ekki hugrekki til að segja sína meiningu. Og maður spyr sig, Við hvað eru menn hræddir ??. Það er spurnig hvort Herjólfsdalur er ekki friðaður. Tveir eldri eyjamenn hafa sagt við mig að Herjólfsdalur hafi verið friðaður 1931, ég veit ekki hvort það er rétt.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.6.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband