Björgunarsveitir Landsbjargar á Austurlandi

Fáskúðsfjörður 1

Fáskúðsfjörður 5

 

 

 

Fáskúðsfjörður 4

 Á undanförnum árum hafa björgunarsveitir um land allt sannað gildi sitt, á ég þar við bæði á sjó og landi. Það er ómetanlegt að eiga þessar björgunarsveitir og góð björgunartæki  þegar nauðsyn krefur og þessir menn og konur sem skipa þessar sveitir eiga heiður skilið fyrir þá vinnu sem menn leggja á sig og allt er þetta unnið  í sjálfboðavinnu. Það er líka ánæjulegt að það virðist vera nokkuð auðvelt að fá yngra fólk til starfa í björgunarsveitirnar.

 Til að geta brugðist skjótt og örugglega við þegar neyðarkall berst þurfa björgunarsveitirnar að vera búnar góðum búnaði og tækjum, bæði vegna öryggis þeirra sjálfra og einnig til að geta veitt aðstoð og bjarga þeim sem eru í nauðum staddir.

 

Björgunarsveitin á Fáskrúðsfirði var að fá þennann bát sem hlaut nafnið Hafdís SU  sk.nr. 7677 búinn tveimur nýjum utanborðsmótorum. Á mynd 2 er 'Oskar Þór um borð í Hafdísi SU.

 

 

 

 

 

Neskaupstað 1

Neskaupstað 2

 

 

Neskaupstað 4

 

Nú er Slysavarnarfélagið Landsbjörg og björgunarsveitirnar að endurnýja björgunarbáta sýna víðsvegar um landið og er það gert með því að flytja inn gamla báta frá Englandi. Bátar þessir eru mjög vel með farnir og er hver bátur með tvær nýlegar eða alveg nýjar utanborðsvélar sem er nauðsynlegt því það þarf að vera hægt að treysta þeim þegar neyðarkallið kemur. Ég hef skoðað nokkra af þessum bátum og líst vel á þá, þeir eru auðsjáanleg mjög lítið notaðir og hafa verið vel við haldið.

 

 

Á þessum myndum má sjá bátinn Glæsir NK sk.nr 7674 sem björgunarsveitin á Neskaupstað var að fá og er einnig búinn tveimur nýlegum utanborðsvélum,  Eins og sjá má á þessum myndum líta þessir bátar vel út og þeir eiga örugglega eftir að gagnast þessum björgunarsveitum vel. Maðurinn á seinustu mynd heitir Sveinn, því miður veit ég ekki nöfn hinna.

 

Ég óska þessum björgunarsveitum til hamingju með þessa nýju báta.

kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þetta allt Sigmar

Jón Snæbjörnsson, 21.6.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband